en.
þessi læti í mér eru til staðar allan sólahringinn, ekki bara á meðan ég vaki og er með meðvitund. lengi vel hef ég gníst tönnum og sef þess vegna með mjög flatterandi góm. þegar ég var unglingur þá söng ég... eða gólaði öllu heldur upp úr svefni. mömmu fannst þetta voða spaugilegt, ég þakka bara fyrir að ég hafi verið sofandi og því ekki þurft að hlusta á sjálfan mig. ég hreyfi mig bilað í svefni og ég hef aldrei upplifað það að ég vakni í sömu stellingu og ég sofnaði í. aldrei. ég stel sænginni hans sjonna mjög reglulega og hendi þá minni á gólfið (allt óvart sko), stel koddanum hans, blaðra heilu sögurnar og ævintýrin, sparka í hundinn og svona mætti lengi telja. (hann sefur stundum til fóta, flóki sko, og eina nóttina vaknaði ég (og hann greyið) við það að ég þrumaði honum fram úr eins og fótbolta. aumingja dýrið svaf í búrinu það sem eftir lifði nætur).
síðustu nótt sló ég þó persónulegt met. mér var ferlega heitt og var búin að snúa mér þvert í rúminu. vaknaði með hausinn á belgnum á sjonna og hvar haldiði að lappirnar á mér hafi verið. jú, í gluggakistunni! ég hef örugglega legið svona í dágóða stund því að tærnar á mér voru alls ekki heitar þegar ég rankaði við mér. ó sei sei nei, það voru þær ekki. en mér var að minnsta kosti ekki lengur svo viðbjóðslega heitt að mig langaði að fara úr skinninu mínu.
nú erum við örugglega öll að hugsa nákvæmlega það sama.
aha - það kann vel að vera að hún sé brussa bæði nótt og dag en hún er líka úrræðagóð allan sólahringinn!
Hahaha ég er alveg eins! Tala og geng svo mikið í svefni en það er held ég vonandi að eldast af mér! Ég var hræðileg sem barn! ;)
ReplyDeletehaha. ég hef sem betur fer aldrei gengið í svefni, það hræðir mig alveg óskaplega!
Deleteen ég er smám saman að róast líka. hætt að syngja allavega :)
Já það getur verið virkilega óþægilegt að vera á leiðinni út með leikskólatöksu tveggja ára bróður þíns á bakinu og að troða þér í skónna hans þegar mamma kemur og fer með þig inní rúm!! Eða vakna á allt öðrum stað en þú fórst að sofa á ( sem betur fer alltaf í sama húsinu)!!
Deleteaaaahahah! þetta er svo tryllt furðulegt.
Deletehahaha. lokasetningin: best
ReplyDeleteÞetta er ótrúlega myndin færsla!
ReplyDelete