Monday, January 9, 2012

það hafa nú nokkur skópörin verið keypt á fraukuna í gegn um tíðina. ég var mikill skóböðull sem barn og ég man að mamma reyndi ítrekað að kenna mér að fara betur með gripina. ég átti það hins vegar til að hjóla niður brekku og bremsa svona 100 metra, með því að setja fæturna í jörðina í stað þess að nota bara þar til gerðan búnað á hjólinu... foreldrunum til mikillar mæðu. með þessari aðferð náði ég nefninlega að skafa botninn undan nýju strigaskónum á mettíma.
eftir því sem ég varð eldri og þroskaðri varð endingatíminn reyndar lengri, en kröfurnar á fjölda para meiri. þetta náði hámarki eftir að ég fór að læra að ganga á hælum og gerði pabba að óformlegum stílista mínum, þá fyrst fór tískuboltinn að rúlla!
nú er svo komið að sigurjón hefur sett mér reglu - þegar nýtt par kemur inn þá fer annað út. ég reyni að sjálfsögðu alltaf að svindla og hefur tekist það ágætlega. allavega hefur ekki komið sá tími að ég þurfi að fleygja góðu pari með tárin í augunum (sjöníuþrettán). 


en þrátt fyrir allan þennan urmul af skóm er eitt par sem stendur alltaf upp úr og kemur til með að gera um ókomna tíð. það kemur aldrei í tísku og dettur þess vegna aldrei úr henni heldur. það er hægt að nota skóna í nánast allri veðrátti, en heitir sumardagar eru helsta undantekningin. þeir eru þægilegir, vatnsheldir og svartir - sem að síðast þegar ég vissi passaði við allt. þó er hægt að fá þá í ýmsum litum og munstrum. ég fór meira að segja í þeim í brúðkaup í sumar! ætlaði í fínum platformhælum en athöfnin var haldin undir berum himni og það rigndi svolítið þennan dag svo að ég sá það ekki alveg ganga. auk þess var svo dansað fram eftir nóttu í sveitaballastíl svo að parið kom að góðum notum.


ég er að sjálfsögðu að tala um túttur!
ef þið eigið ekki par nú þegar þá mæli ég með því að þið kaupið ykkur eitt. túttupar kostar heldur ekkert rosalega mikið.


5 comments:

  1. Nauðsynlegt á hverju heimili. Á Sigurjón ekki svona líka?

    ReplyDelete
  2. ótrúlegt en satt, þá á hann ekki svona. nema að þær séu í sveitinni...

    ReplyDelete
  3. úff...ætti að taka þig (eða sigurjón) til fyrirmyndar með það að taka eitt inn og annað út í staðinn!!!
    kv.h.

    ReplyDelete
  4. æjjjjjj mér er nú bara satt að segja farið að langa í einar túttur! átti svona fyrir laaaaaaanga laaaaaaanga löngu! svei mér þá ef ég skelli mér ekki bara á eitt par eða svo næst þegar ég fer á nammibarinn í Hagkaup!

    ReplyDelete
  5. Það má koma miklu nammi í svona.. þó ekki væri nema í annan skóinn.

    ReplyDelete