Friday, January 6, 2012

þann tíma sem við bjuggum úti í danmörku vorum við bíllaus. áttum bæði hjól en sigurjóni leiddist að nota sitt og strætókerfið í bænum okkar var ekkert æðislegt og því löbbuðum við ótrúlega mikið... eiginlega bara út um allt!
við löbbuðum í búðina og aftur heim með innkaupapokana. við löbbuðum og náðum í pizzurnar sem við pöntuðum (nema þegar það var heimsending, við erum ekki algjörir lúðar). við löbbuðum þegar við fórum í heimsóknir til vina og við löbbuðum meira að segja okkur til dægrastyttingar.
bílaæðið sem ríkir á íslandi grípur mann strax við heimkomu. það er eiginlega sorglegt að horfa upp á það því að allt þetta labb var komið í vana. ég man þegar að fjölskyldan kom í heimsókn til okkar og við sögðum alltaf við hópinn "við löbbum bara, þetta er örstutt". engum nema okkur fannst þetta örstutt, enda var alltaf um töluverðan spotta að ræða. en þegar búið er að venja sig á þennan ferðamáta og gera ráð fyrir því að það taki aðeins lengri tíma að komast frá a til b þá er þetta leikur einn.

í dag tókum við smá danskt þema og löbbuðum þangað sem þurfti að fara í dag. vorum eins og lúðar í gönguskóm með trefla en þetta var ótrúlega frískandi. ég meira að segja sá draumahúsið mitt, sem ég verð að eignast, en hefði aldreið rekið augun í ef ekki hefði verið fyrir labbitúrinn! (ef ég eignast ekki nákvæmlega þetta hús þá læt ég bara sigurjón byggja þannig. vúhú!).

við heimkomu ákvað ég setja mér það markmið að labba meira, hvort sem það er í einhverjum erindagjörðum eða bara til að hressa mig við.

til hvers að kaupa sér sjúklega dýr líkamsræktarkort þegar hægt er að ganga á milli staða? í alvöru!

löbbum!

4 comments:

  1. Það allra besta sem ég hef lesið í vikunni held ég bara!! Vona að fólk taki þetta til sín.
    Ætla að gera það sjálf og hætta að nota bílinn... skipulegg þá bara þriggja daga ferðir til Ak city ;) Nei djók, en mikið vildi ég óska að ég gæti það samt. Eða tekið strætó. Kannski stefni ég bara á að fá mér hest. Það er allavega raunhæft. Jább þá er það ákveðið.

    ReplyDelete
  2. þetta er alveg rétt hjá þér dagný! við notum bílinn okkar fáránlega mikið, hrikalegt að fara allt á bílnum þegar maður er í mesta lagi 15 mínútur að labba þangað sem lengst er að fara :/

    ReplyDelete