Saturday, January 21, 2012

vinnubúðunum er lokið og nú eru tærnar komnar upp í loft og fótboltaleikur í gangi. 




þessi yndisvinir vöknuðu snemma í morgun og æddu um gólf í stressi og rugli. nokkrum tímum síðar voru þeir báðir búnir að kynna verkefnin sín og komnir með háskólagráðu. tveir nýútskrifaðir byggingafræðingar fagna því í húsinu á horninu, brosandi út að eyrum. svolítið eins og krúttlegt kærustupar.


ég er svo stolt af þeim báðum að ég gæti kafnað. 
myndin af þeim er kannski apaleg en þeir stóðu sig báðir með prýði og sigurjón er alls ekki jafn reiður og hann virkar hér að ofan. hver getur verið reiður eftir að hafa fengið 12 í lokaprófi?
kveðja, malli montrass.

4 comments:

  1. Oooh...þú mátt vera montin. Við megum það báðar :) Takk fyrir að hugsa svona vel um betri helminginn minn á lokasprettinum.
    Kys&kram
    Elsa

    ReplyDelete
  2. Glæsilegt, til hamingju með ektamanninn!

    ReplyDelete
  3. Innilega til hamingju!! og 12! það er alveg geggjað! :)

    ReplyDelete
  4. Til hamingju og ég er líka afar glöð.

    ReplyDelete