mér leiðist jólagjafakaupin, tilgerðin og stressið. fólk er á þönum fram á síðustu mínútu og allt þarf að vera samkvæmt samfélagsins reglum, ekkert endilega af því að það er skemmtilegt heldur bara af því að "allir hinir segja það". mér finnst alls ekki nógu mikið pláss fyrir hamingju og rólegheit í öllu þessu amstri...
hins vegar er ég oftast með fjölskyldunni minni þessa daga (sem eru tiltölulega róleg og óstressuð sem betur fer) og það finnst mér yndislegt. það er fátt betra en að fara heim til mor&far í nokkra daga í algjört afslappelsi og át. þessi jól voru sérstaklega skemmtileg þar sem að við systkinin vorum öll heima og mamma í fríi. það er ekki oft sem að það gerist núorðið og ég kvarta því ekki!
í fyrsta sinn hélt ég áramót í reykjavík og varð ekki fyrir vonbrigðum, enda áramótabarn sem elskar hattaþema. við hjónaleysin elduðum, skáluðum og fögnuðum nýju ári með góðum vinum og áttum hinn notalegasta nýársdag.
hér má sjá okkur stöllur reyna að skrifa 2012 með stjörnuljósum, að sjálfsögðu í öfuga átt og útkoman var god. þetta er bara eins og gengur og gerist!
takk fyrir árið!
Þið gætuð líka verið að skrifa God... eða Lod... eee gleðilegt nýtt ár!!
ReplyDeleteKv. DÝS
haha já, þetta er nefninlega alveg eins og GOD.
ReplyDeletevið náttúrlega snúum líka vitlaust, miðuðum við okkur sjálfar en ekki myndavélina. svipað og þegar ég brói og kjartan ætluðum að skrifa ELSA með puttunum þegar hún hljóp hálfmaraþon.
mér er ekki ætlað að læra þetta :)
Agalega hefur verið huggulegt hjá mor og far! Svo fín HÓPmyndin af ykkur systkinunum líka! þetta með GOD og stjörnuljósin......við vorum líka bara 3 og það eina sem ég veit er að ég átti að gera tölustafin 2 og veit ekki með ykkur en held að við hefðum hvort eð er þurft að vera 4 til að þetta gengi upp! við vorum ekkert að fatta það er það nokkuð? og svo er eins og fæturnir á mér séu af einhverjum dvergi og yfirfullir af bjúg! ég sem var nýbúin að detoxa í Nóatúninu! skilekki! GLEDILEGT ÁR ELSKULEGUST!
ReplyDelete