hundurinn er í fyrsta lagi búinn að jafna sig. þegar á flutningum stóð fór hann í nokkurra daga hungurverkfall og upplifiði frekar áttavillt tímabil greyið. hann hefur nú náð áttum og farinn að haga sér í samræmi við greind og fyrri getu, sem sagt bara furðulega.
sjónvarpið er komið á vegginn, internetið er tengt og barnaherbergið er fullt af drasli. á það ekki annars að vera þannig, þó að barnið sé kannski ekki enn komið?
nú... eins og við var að búa þá vex bumban eftir því sem tíminn líður og barnið iðar sem aldrei fyrr.
mynd máli mínu til stuðnings, 19 vikur og 23 vikur.
aftur að íbúðarmálum. mig sárvantar (langar. samt meira vantar. æ má maður!) hillur í stofuna. það eru enn nokkrir smáhlutir og bækur sem hafa ekki fengið viðeigandi stað og veggurinn sem ég hef í huga er frekar tómlegur og bjánalegur. fyrst langaði mig, eins og held ég bara allir á íslandi, í hansa hillur en ég bakkaði frá þeirri dellu jafnt og örugglega. í staðin langar mig í sting pocket hillur, sem fást til að mynda í epal. þær eru það fallegasta sem ég veit og hægt að velja sér lit og viðartegund, allt eftir smekk. eeeen (það er alltaf en) þær eru líka það dýrasta sem ég veit. draslinu sem er enn á vergangi hefur því verið troðið inn í barnaherbergi, að sjálfsögðu, og hvernig-get-ég-eignast-hillurnar missionið er í vinnslu. ég læt vita hvernig gengur. ég á um fimmhundruð krónur á kortinu mínu eins og stendur þannig að þetta gæti tekið smá tíma. verið þolinmóð, eins og ég, og njótiði þess að skoða myndir af þessum fallegu mublum á meðan.
þetta hillukerfi er sænskt, allt sænskt virðist vera fallegt, og er frá árinu 1949. það er vissulega smá hansa stíll á þeim, en mér finnst notalegt að geta valið viðinn. líkt og með hansa er svo hægt að bæta endalaust við og raða og púsla hingað og þangað.