Friday, February 14, 2014

þessi hundrað daga hamingjuherferð er falleg. ég held við höfum öll gott af því að skoða litlu hlutina í kringum okkur og vera ánægð og þakklát. ég nenni samt ekki fyrir mitt litla líf að taka þátt í henni og þess þá heldur að fylgjast með öllum hinum sem eru með. allar myndirnar á instagramminu mínu eru merktar #100happydays og það er strax orðið þreytt. samt er fólk bara búið með svona fimm daga. hjálpi mér. (fýlu lokið. má maður stundum vera fúll á móti. (ég er það reyndar mjög oft. en okei)).

ef ég væri með í þessu þá myndi ég afgreiða þetta á einu bretti. samkvæmt snjallsímaforritinu mínu eru 116 dagar í áætlaðan lendingardag barns. sumarsólstöður eru 21. júní (held ég). það þýðir að alla mína hundrað daga get ég tengt við hækkandi sól, meiri birtu og minna myrkur. #100happydays - done. 
það er ekkert eðlilegt hvað dagsbirtan gleður mig mikið.



2 comments:

  1. Shit. Ég er svo fokking sammála. Ég er bara komin á dag fjögur og strax farin að gubba í klofið á mér.

    ReplyDelete