Tuesday, February 11, 2014

við erum sem sagt ennþá netlaus, sem að þessu sinni skýrir fjarveru mína (og hin vanalega leti að sjálfsögðu). netleysi á sér tvær hliðar. það getur verið virkilega afslappandi og frelsandi að komast ekki á netið og eyða ekki endalausum tíma á facebook, mbl og youtube en að sama skapi getur það verið ólýsanlega heftandi og þreytandi. sérstaklega þegar 3g sambandið er af skornum skammti. (og þegar ástæðan liggur í tossaskap símafyrirtækisins og, að því er virðist, hugsunarleysi starfsmanna. í alvöru. ef að starfið þitt felst í að senda flutningsbeiðnir og þú færð meldingu um að sjonni og dagný hafi flutt frá A til B, hvernig dettur þér í hug að senda flutningsbeiðnina á A? ég skil ekki. er ekki frekar augljóst að við fluttum frá A til B, og netið þarf að koma á nýja staðinn?)

ég blótaði mjög mikið yfir þessu í gær og hélt því aðeins áfram í dag, en hef náð innri ró. eins og er. ég held samt að það sé aðallega af því að ég fékk mér þrist og kókómjólk áðan, sem er allra meina bót.

stutt lýsing af nýja hverfinu er þessi:
ótrúlegt en satt þá er þetta smá eins og að vera fluttur í sveitina. það er engin hávaði frá umferðinni, miklabrautin ómar úr fjarska en það er bara eins og lækjarniður. hér leika hundar lausum hala, sigurjóni og flóka til mikillar gleði. mér aftur á móti til mæðu. flóki hefur meira að segja eignast leikfélaga (ekki grín) því á hverjum morgni bíður hans hundur úti á tröppunum okkar. laus, að sjálfsögðu. þetta er svo fáranlega skrýtið. ég skil ekki af hverju það er svona mikið af lausum hundum hérna, og svona til að það komi skýrt fram þá eru eigendur hvergi sjáanlegir. þetta eru þó gæf dýr og gömul, með ól og þau fara alltaf heim eftir litla labbitúrinn sinn... en ég bara skil þetta ekki!
sjónvarpið er komið upp á vegg,  gardínur eru af skornum skammti og sigurjón nær að lokka mig fram úr með því að minna mig á gólfhitann. 

viljiði myndir?

6 comments:

  1. Í sveit þarf engar gardínur! ;)

    Já myndir!!

    ReplyDelete
  2. Já Dagný já, við viljum myndir!! Ekki seinna en strax!

    ReplyDelete
  3. u já ! samt væri eiginlega betra að fá boð í laugardagskaffi ala sísí ?? yes ???? plíssss ...... blikkblikk.....

    ReplyDelete
  4. riiiiiisafaðmur ;*

    ReplyDelete
  5. Já það væri gaman að fá myndir elskuleg :)

    ReplyDelete
  6. ánægð með hversu æstar þið eruð yfir myndunum - sérstaklega þar sem ég var bara að djóka. ég ætla ekkert að sýna ykkur. (grín).

    svo er einmitt planið að vera með nornamorgun gerður :*

    ReplyDelete