Sunday, February 23, 2014

loks er allt að falla í ljúfa löð í rauða húsinu á sogaveginum.
hundurinn er í fyrsta lagi búinn að jafna sig. þegar á flutningum stóð fór hann í nokkurra daga hungurverkfall og upplifiði frekar áttavillt tímabil greyið. hann hefur nú náð áttum og farinn að haga sér í samræmi við greind og fyrri getu, sem sagt bara furðulega.
sjónvarpið er komið á vegginn, internetið er tengt og barnaherbergið er fullt af drasli. á það ekki annars að vera þannig, þó að barnið sé kannski ekki enn komið?
nú... eins og við var að búa þá vex bumban eftir því sem tíminn líður og barnið iðar sem aldrei fyrr. 

mynd máli mínu til stuðnings, 19 vikur og 23 vikur.

aftur að íbúðarmálum. mig sárvantar (langar. samt meira vantar. æ má maður!) hillur í stofuna. það eru enn nokkrir smáhlutir og bækur sem hafa ekki fengið viðeigandi stað og veggurinn sem ég hef í huga er frekar tómlegur og bjánalegur. fyrst langaði mig, eins og held ég bara allir á íslandi, í hansa hillur en ég bakkaði frá þeirri dellu jafnt og örugglega. í staðin langar mig í sting pocket hillur, sem fást til að mynda í epal. þær eru það fallegasta sem ég veit og hægt að velja sér lit og viðartegund, allt eftir smekk. eeeen (það er alltaf en) þær eru líka það dýrasta sem ég veit. draslinu sem er enn á vergangi hefur því verið troðið inn í barnaherbergi, að sjálfsögðu, og hvernig-get-ég-eignast-hillurnar missionið er í vinnslu. ég læt vita hvernig gengur. ég á um fimmhundruð krónur á kortinu mínu eins og stendur þannig að þetta gæti tekið smá tíma. verið þolinmóð, eins og ég, og njótiði þess að skoða myndir af þessum fallegu mublum á meðan.





þetta hillukerfi er sænskt, allt sænskt virðist vera fallegt, og er frá árinu 1949. það er vissulega smá hansa stíll á þeim, en mér finnst notalegt að geta valið viðinn. líkt og með hansa er svo hægt að bæta endalaust við og raða og púsla hingað og þangað. 




skref eitt í átt að hillukaupum, hætta að borða á sunnudögum?

8 comments:

  1. flugur eru afskaplega skemmtilegt fyrirbæri, allavega þessar huglægu. Það falla einhverjar fallegar hillur í fang þér fyrr en síðar heillin mín. ójá takk fyrir í gær, brauðið var æði þú varst enn meira æði en bumban var samt mest æðis, þangað til næst

    ReplyDelete
    Replies
    1. takk elskuleg!
      þetta var yndislegt. nú fer ég að undirbúa kaffi í slotinu. lofa. með vorinu allavega! ;)

      Delete
  2. Ú já, String hillur... fáðu þér svollis. Þú ert ekkert að eyða peningum í áfengi þessa dagana svo að þú getur leyft þér svona fínerí með góðri samvisku :)

    Kv. Halldóra Víðis

    ReplyDelete
    Replies
    1. okei. þú ert sjálfskipaður nýr ákvarðanaherra í lífinu mínu halldóra.
      þetta er laukrétt hjá þér. ég legg bara smá bjórpening í þetta! VÍÍÍ!

      Delete
  3. eða hugsa út fyrir ramman:

    http://www.urbanoutfitters.com/urban/catalog/productdetail.jsp?id=30678767&parentid=A_DECORATE

    hehööö

    ReplyDelete
  4. Þegar ég byrjaði að búa fékk ég mér goskassa úr tré og spónaplötur og málaði dökkvínrautt og mikið skelfing vildi ég óska að ég ætti þessa "hillusamstæðu" ennþá. Núna myndi ég reyndar ekki mála kassana en það er ekki vandamál vegna þess að það er nánast ómögulegt að fá svona kassa. Þá er það hin aðferðin; koma sér vel við smið, fara með honum og velja flottar spýtur og teikna svo upp á blað hvernig mann langar að hafa hillurnar og setjast svo niður og bíða. Klappa hundi á meðan eða eitthvað. Bara muna að hafa hillurnar ekki óþarflega djúpar. Keyptar bókahillur til dæmis hafa óheyrilega mikið pláss fyrir ryk framan við bækurnar. Gangi þér vel og ég bið að heilsa manninum þínum :)
    http://handverkur.blogspot.com/2011/12/33-bokahillur.html

    ReplyDelete
    Replies
    1. það er nefnilega stórsniðugt að nýta gamla kassa!
      ég hef einmitt verið að safna hugmyndum og sýni sigurjóni reglulega ;)

      skila kveðjunni! takk fyrir að fylgjast með.

      Delete