Wednesday, April 3, 2013

ó hæ!
það mætti halda að ég væri námsmaður, upptekin við að gera verkefni og lokaritgerð og því með bloggið neðarlega á forgangslistanum mínum. engar áhyggjur, það er ekki raunin. vissulega er ég námsmaður mað hundrað verkefni á herðunum en það er ekki ástæða bloggleysis. eina afsökunin sem ég hef fyrir mér í þeim efnum er leti (og internetlausir páskar). ég er svo löt að það nær ekki nokkurri átt. þessi verkefni hrúgast til að mynda bara upp og ekkert gerist!

en nóg um það! ýmislegt hefur á daga mína drifið. þessir páskar til dæmis, þeir voru nú eitthvað. 

við fórum í bústað með krúttlegu kompaníi og átum á okkur gat. eiginlega gerðum við ekkert annað en að úða í okkur einhverju rugli. og fara í pottinn, lesa og spila smá. annars ekkert nema át!
mörgum vikum fyrir brottför hófust umræðurnar um matseðilinn og þær hættu ekkert fyrr en á heimleið, svei mér þá. það var kjöt í öll mál og páskabjór á milli. sigurjón afrekaði það meira að segja einn daginn að vera búin að sporðrenna fjórum máltíðum, sem allar samanstóðu af kjöti, fyrir klukkan eitt. að degi til! það hlýtur bara að vera einhvers konar met, því ofan á allt saman vaknaði maðurinn klukkann ellefu. hangikjöt, pylsa, brauð með lambalæri ofan á (næstum því heilu læri sko) og club sandwich. fyrir flesta er þetta nú bara einn og hálfur dagur af næringu!
jæja, nóg um það. ég sýni ykkur bara myndir.


við keyptum allavega nóg af mat. þetta er bara frá okkur sigurjóni, við þetta bættist töluvert af fæði. hvort við höfum efni á restinni af apríl, húsaleigu og bensíni verður þó að liggja milli hluta.
 fimm sekúndum eftir komu var þetta ástandið.
það er nú alveg hægt að halda upp á hátíðisdaga þó maður sé hundur. út í móa með akfeitt bein.
 ekki svo óalgeng sjón, þessar dúkkur stóðu sig vel.
  það var eitthvað mjög einkennilegt við þessa bókakápu.
hundur og húsbóndi elda.
 MORGUNMATUR!
þetta var hápunktur ferðarinnar. grínlaust þá urðum við blá í framan af hlátri, gáfum hvort öðru fimmu og ræddum næstu skref þessa brandara í þaula. 
ugh, nú langar mig aftur!
í staðin ætla ég samt bara að lesa ritgerðina yfir í síðasta sinn, senda hana í lestur og henda mér í koju. hananú!

ó já. málsháttur!


4 comments:

  1. Þetta blogg er fullt af gleði! ...og mat, en matur = gleði (oftast)svo það kemur á sama stað niður :)

    ReplyDelete
  2. Hvaða staut er Sjonni með í klofinu í pottinum????

    Kv. Kjabbi

    ReplyDelete
    Replies
    1. tilla, sem hann segir að sé hitamælir! pff...

      Delete
    2. Er þetta þá endinn á rasshitamæli?

      Kv. Kjabbi

      Delete