Friday, August 31, 2012

PAYDAY!

voðalega óskaplega sem það er alltaf upplífgandi og fínt að fá útborgað. gerir mig harvey-specter-glaða (já, það er nýi frasinn minn og já, hugsanlega er ég með þessa þætti á heilanum).
af þessu tilefni ætla ég að koma með 4. kafla af celebsökkernum. í dag er það fyrirsætan, runway módelið, örleikkonan og undirfatahönnuðurinn (?) rosie huntington-whiteley sem ég skoða hvað mest. hún trónir nú á toppnum á "uppáhaldsmódelin mín" listanum eftir að erin wasson hrapaði niður um sæti, sælla minninga.
en þó svo rosie mín falli ekki beint undir staðalímynd breskra kvenna þá er hún frá englandi, fædd árið 1987 og hefur gert svona skrambi margt. ég er sko ári eldri en hún og hef ekki einu sinni náð að klára BA námið mitt.
 ojæja.
hún kemur voðalega vel fyrir í viðtölum, virðist vera þokkalega jarðbundin og róleg. reyndar finnst mér leikaratilraun hennar hafa verið feilspor, en af því að hún fékk toppeinkun í bæði youtube-, upplýsinga- og myndaprófinu (sem þarf til að komast í celebsökkerinn) þá sleppur það nú til. 
hérna er hún lítil og svona voða snotur.
hér er hún unglingur og orðinn enn snotrari ef eitthvað er.
hér er hún að reyna að gretta sig og vera kjánaleg, en það tekst ekki af því að hún er bara of falleg.
voðalega glöð með flúr sem mig langar að stela. einfalt og fallegt, og á rosalega fínum stað.
á leiðinni í hagkaup og samt svona fííín! eðlilegt.
haha - pylsuhundarnir hennar tveir. þeir eru svo asnalegir að ég varð að setja mynd af þeim með.
rosie huntington-whiteley. naaaaamm!


eftir að hafa skoðað hana töluvert held ég að ég geti sagt að hún sé fallegasta stelpa, fædd árið 1987 (aðeins að þrengja þetta), í heiminum.

3 comments:

  1. djöfull sem hún er fögur!!

    p.s. þessi leynikóðun er svo erfið.. þetta er t.d. 8 skiptið mitt að pósta þessu litla kommenti!

    ReplyDelete
  2. Æi, munnurinn er hrikalega tilgerðarlegur.

    ReplyDelete
  3. ó hún er svo falleg! það er bara vandræðalegt!
    en ég er klárlega að fara að horfa á þessa þætti um helgina! þetta er einn heitur maður!!

    ReplyDelete