eitt, tvö, þrjú - það varst þú!
lífið er nákvæmlega þannig, eins ógnvekjandi og það er.
þessi auglýsing gerði það þó að verkum að ég rauk út í hagkaup og keypti mér gloss. hún gjörsamlega tók mig heljartökum og mjúka litla röddin í lokin gerði útslagið. ég hvet ykkur til þess að gera slíkt hið sama. í ár er safnað fyrir börnum sem eru með sjaldgæfa, alvarlega og ólæknandi sjúkdóma.
það er þó ekki bara hægt að leggja hönd á plóg með því að kaupa sér varagloss. nú eru líka til sölu snuð (sem eru þó í takmörkuðu magni) og svo er auðvitað alltaf hægt að leggja inn á reikninginn þeirra. allar upplýsingar er hægt að finna á http://www.aallravorum.is/
margt smátt gerir eitt stórt.
ætli ég þurfi ekki að læra að nota gloss eftir þetta. maður á ekkert dior sem bara hangir ofaní skúffu!
ég kemst ekki út í hagkaup.. ég grenjaði svo mikið af þessari auglýsingu.
ReplyDeleteég gat heldur ekki gert það samdægurs, var bara of hrærð.
Deleteá morgun bara! :)