Thursday, August 30, 2012

þetta er gömul tugga og árleg umræða, en ég ætla engu að síður að taka hana upp hér. 
ég trúi því ekki að sumarið sé á enda. ég skil ekki hvernig tíminn getur liðið svona hratt! mér fannst ég finna fyrstu graslyktina í síðustu viku og nú heyri ég tala um „síðustu tónleika sumarsins“ í útvarpinu. vooooðalegt!
í morgun voru svo 5° þegar ég fór út með flókann og það var alveg nístandi kuldi í loftinu. meira að segja á meðan ég hljóp (og þá á manni nú að vera töluvert heitt, ekki satt). svo heyrði ég í búðinni af einhverju sem neyddist til að skafa framrúðuna á bílnum sínum áður en sá hinn sami hélt af stað til vinnu. 
ég legg ekki meira á ykkur!

mig langar því voðalega að hlaupa út í næstu búð og kaupa mér þykka og góða kaðlapeysu. helst stærri en ég þarf svo ég geti hnoðast í henni á alla kanta.
hugmyndir:




nammnamm! ég á eftir að taka þennan vetur í nefið!

7 comments:

  1. namm ég var einmitt að kaupa mér 4stk peysur fyrir veturinn, sá fram á að frjósa annars í hel í vinnunni í vetur.
    en hvaða hlaupa app ertu að nota? ésso forvitin.
    og já. mér hefði aldrei í lifinu dottið í hug að ég ætti eftir að hlaupa hálft maraþon án þess að stoppa (og deyja ef út í það er farið), en ég gat það! you can do it to!
    áfram þú!
    kv
    Adda

    ReplyDelete
    Replies
    1. uh! fjórar peysur - það er laglegt!
      mér finnst þú sko þvílík kempa að hafa farið hálft maraþon og ég dáist alveg að þér. aldrei í lífinu myndi ég leggja í það! ég ætla mér 10k.
      en ég er sko eiginlega að nota tvö forrit. upp á æfingar og til þess að gera ekki bara eitthvað random þá er ég að nota couch to 10k. en það mælir ekki vegalengd, hraða eða tíma þannig að ég nota líka nike+ upp á það að gera :)

      Delete
  2. Eee hvað er að frétta af barbídúkkunni í bleiku peysunni? Annars langar mig líka alltaf í kaðlapeysu á hausinn, hef samt aldrei átt svoleiðis! Feil!
    kv. Dagmar

    ReplyDelete
    Replies
    1. ég hef nefnilega aldrei átt heldur, en nú skal úr því bætt. þarf bara að gera það upp við mig hvort ég vil heila eða hneppta.

      en þessi bleika finnst mér ógeðslega falleg en módelið í henni bara frekar ógeðslegt. h&m!

      Delete
  3. djeddjaðara peysur, hvaðan er þessi efsta? Bleika er kúl.
    Vallas

    ReplyDelete
  4. æj valla - svolítið erfið spurning.
    ég bara ráfaði um netið og fann fínar peysur, hér og þar.
    man því miður ekki hvaðan þær komu :/

    ReplyDelete
  5. ég á svona bleika! já! vei ég! takk berlín! ég ætla í hana og ekki fara úr henni fyrr en í maí!
    p.s. þurfum við ekki að fara út aftur?

    ReplyDelete