Tuesday, May 29, 2012

lífið gengur sinn vanagang hér í húsinu á horninu. kvöldin verða alltaf bjartari og bjartari, það eina sem virðist vera í fréttum eru skot og pistlar varðandi komandi forsetakosningar og svíþjóð sigraði í júróvisjon. ég hef reyndar ekkert vit á þeirri keppni og eins og þið kannski munið þá er ég enginn sérstakur aðdáandi hennar heldur. ég ætla samt að segja að mér fannst sigurlagið ekki ógeðslega leiðinlegt, eins og svo oft, og finnst þessi stelpa bara heldur mögnuð. hún er með dúndrandi rödd sem að ég fíla og kirsuberið á kökunni er þetta náttúrlega fallega lúkk og auðvitað attitúdið. virðist vera sniðug þar sem hún blandaði saman söng og jógaæfingum, sem er að öllum líkindum bara tímasparnaður og gott dagsskipulag hjá snótinni. gerir það að verkum að eftir keppni þarf hún ekki að fara í heilsurækt, hún er búin með það... á sviði! þetta dularfulla útlit fangaði mig alveg og eftir töluverða umhugsun fattaði ég hverjum hún líkist. 
mér finnst eins ronja ræningjadóttir sé þarna loksins vaxin úr grasi og móðir hennar sé engin önnur en pocahontas. hún er algjör samblanda af þeim!
það er bara eitthvað pínulítið heillandi við þessa mannveru, án þess þó að ég geti sett fingurinn á hvað það er sem mér finnst svona yfirmáta aðlaðandi.
en það er svo sannarlega eitthvað!
ég verð að gerast pennavinur hennar.

4 comments:

  1. Ferlega sammála. Ætla að adda henni á face!

    ReplyDelete
  2. http://www.facebook.com/profile.php?id=666319831#!/LoreenTalhaoui þú getur byrjað á þessu. Hún virðist vera ekta ;)

    Vallas

    ReplyDelete
  3. Vá einmitt sem ég hugsaði með Ronju Ræningjadóttur!
    P.s. Þú ert svo skemmtilega orðheppin! :)

    ReplyDelete
  4. auðvitað byrja ég bara á þessari facebooksíðu. snillingar!
    takk edda rós - hjartans þakkir. ótrúlegt hvað það er alltaf gaman að fá hrós. það gerir daginn betri.

    ReplyDelete