þrátt fyrir að það styttist óðum í fyrsta helgarfrí sumarsins, og þeirri dásamlegu slökun og útsofi sem þeim fylgir, þá er friðurinn á heimilinu samt sem áður farinn. þegar ég óð inn í herbergi áðan tók flóki á móti mér. það er nú kannski ekki merkilegt í sjálfu sér, heldur frekar sú staðreynd að hvolpsálfurinn var uppi í rúmi. hann hefur fundið með sér krafta og sjálfstraust til þess að hoppa þangað sjálfur og nýtir sér þessa nýju kunnáttu nú óspart.
víj fyrir því! (not).
annars ætlaði ég að skrifa eitthvað um veðrið en hætti við. sumarið er komið og því ber að fagna. ég setti allavega á mig skært og appelsínugult naglalakk.
þarf ekki bara að fagna svona fríum með því að kaupa pils?
ég er svo mikill pilssökker - mér finnst þau mun skemmtilegri en kjólar. það er hægt að nota þau svo hundraðsinnum meira og á fjölbreyttari hátt!
okei talandi um pils! (þetta var í alvöru ekki fyrirfram ákveðið heldur passar þetta bara svo akkúrat inn í umræðuna. sollý). vill ekki einhver kaupa þetta? það er frá h&m og er nr. 38. passar samt betur á 36, er alveg nýtt og ónotað. MEÐ VÖSUM!
nú eða skó. það má nú alltaf!
No comments:
Post a Comment