Friday, May 25, 2012

mikið sem það er gott að hafa ykkur til halds og trausts í málum sem þessum (sko, hár&bókamálum). takk fyrir!
ég ákvað í gær að panta tíma í klippingu og fékk samdægurs. það var því ekki langur tíminn sem ég fékk til umhugsunar, en ég var samt komin með ákveðnar hugmyndir í kollinn. þrátt fyrir að flest ykkar hafi nefnt skellaskáláhausinn stutt, þá ýtti ég því fljótlega frá mér. ég horfði á myndina í smá stund og mundi skyndilega að ég er með skelfilega krumpuliðað hár. pottalúkkið hefði því haft í för með sér gríðarlega mikla þörf fyrir sléttun og blásun á hári og því nenni ég bara hreint alls ekki. hitt langaði mig eiginlega bara jafn mikið í... nema kannski minnst ginnifer. 


þessu romsaði ég einhvern veginn upp úr mér í stólnum og strákurinn sem ég hafði fengið tíma hjá varð alltaf undarlegri og undarlegri í framan. að lokum sagði hann bara „ég skil eiginlega ekkert hvað þú ert að meina...“ þá ákvað ég að dæla í hann nokkrum nöfnum, eins og robyn og anna rakel og meðfylgjandi handapat fylgdi að sjálfsögðu. hann starði forviða á mig og að lokum gafst ég upp og bað hann bara um að klippa mig stutt. ég nennti ekki að vera með hár lengur. 


það gerði hann svo sannarlega. ég gleymdi sjálf svolítið að fylgjast með og áður en ég vissi af var ég orðin eins og nýleg útgáfa af miu farrow, með úr sér vaxna greiðslu. það er keimur af hinum og þessum týpum af mér og ég á ferlega erfitt með að ákveða hvort mig langi að rokka þetta eða bara vera með hatt í allt sumar. 



hér fáiði svolítið dannaða útgáfu af þessu, allt greitt bara vel niður með hliðum og ekkert búið að gíra það neitt til. ég get vissulega verið nokkrir karakterar; rokkaða stereólesbían, hanakamburinn og haltukjaftihvaðégnenniekkiaðgreiðamér eru þær sem auðveldast er að kalla fram. nú og svo þessi, sem er bara dönnuð og látlaus, kórdrengjalúkkið eins og ég hef ákveðið að nefna það.

ég er enn að fríka smá.

14 comments:

  1. flott hár dagný og þú ert alltaf sæt, stutthár-sköllótt-sítthár-allskonarhár!

    ReplyDelete
  2. Virðing! ... djók... en rosa fín og sæt. Mig langar rosalega að klippa mig stutt en tími bara ekki síðu lokkunum sem voru eins og hjá þér, ekkert.. rosa.. þykkir neitt haha

    ReplyDelete
  3. P.S langar að sjá á hlið og aftan.. ein spennt

    ReplyDelete
  4. Ofsalega fín, gefur Miu ekkert eftir.

    ReplyDelete
  5. mér finnst þú rokka þetta ! ert náttúrlega alltaf sæt en svona finnst mér þú enn meira bjútí. love frænkulína

    ReplyDelete
  6. Mér finnst þú fín! Mjög fín :)
    Svo er þetta sjúklega þægilegt! Ekki?
    Ekki svo langt síðan ég var með svona stutt, eða bara styttra!! :)

    Kv. Thelma litla

    ReplyDelete
  7. Eeeen, ertu í alvöru að segja að klippistrákurinn lesi ekki bloggið þitt?!?!

    ReplyDelete
    Replies
    1. haha, nei alls ekki! hljómar þetta eins og ég tali illa um hann..? það var alls ekki meiningin, hann var skemmtilegur fýr og ég fer pottþétt til hans aftur. fékk nafnspjald og allar græjur!
      hann má vissulega lesa þetta eins og allir aðrir. við skildum bara ekki hvort annað og það var allt í lagi - ég bað hann bara um að gera þetta eftir eigin höfði fyrst lýsingar mínar voru svona lélegar :)

      Delete
    2. Ég átti bara við að hann hefur ekki verið með myndirnar í kollinum þrátt fyrir að þær voru komnar á bloggið þitt!

      Delete
  8. Mér finnst þetta fara þér rosalega vel, ekki að ég hafi séð hvernig þú varst áður :) Þú ert með fallegt og kvenlegt andlit og berð þetta því mjög vel.

    -LV

    ReplyDelete
    Replies
    1. vá, en yndislega falleg athugasemd. kærar þakkir!

      Delete
  9. æji takk þið þarna yndisskonsur.
    þetta er ótrúlegta þægilegt og er að venjast vel. mér allaveg bregður ekki jafn ógeðslega mikið og fyrst þegar ég horfi í spegil.

    ReplyDelete
  10. Vá, ekkert smá fínt sumar-hár!

    ReplyDelete