mér gekk vonum framar í prófinu sem að gerði daginn enn sætari. þar að auki keypti ég mér "tilhamingjumeðpróflok" leðurjakka (hef aldrei átt leður!) og ég fann nammi í skólatöskunni á leiðinni heim! gerist nú ekki mikið betra en það...
ég fattaði líka leyndó háskóla íslands. þannig er mál með vexti að ég get ekki haldið einbeitingu allan þann tíma sem ég sit inni og þreyti próf, bara alls ekki. hugurinn fer alltaf á flug og ég fer að fylgjast með öllum í kring um mig. athuga hvort að fólk sé með penna eða blýant, hvort það sé að fríka út eða skrifa á fullu og hverjir fara úr skónum og setja fæturnar upp í stól. undantekningalaust hef ég séð einhvern sem er búinn á fáranlega stuttum tíma! reglurnar eru svo þannig að enginn má yfirgefa stofuna fyrr en klukkustund er liðin af próftíma þannig að viðkomandi situr bara og dillar löppunum í sirka hálftíma. í mínum haus er ekkert venjulegt að klára 3 tíma próf á 30 mínútum!
þetta, lesendur góðir, eru prófhérar háskólans! þeir virkar svona eins og hérarnir í langhlaupum, sem að eru með góða forrystu þar til hlaupið er langt komið og þá rjúka þeir af brautinni. prófhérar virka alveg eins. þeir skrifa og skrifa og skrifa... stroka út á milli með miklum látum og skrifa svo aðeins meira. þykjast örugglega fara yfir prófið, pakka svo öllu og eru tilbúnir þannig að allir sjá það. þetta setur ákveðna pressu á okkur nemendur (hérinn er ekkert alvöru nemandi) og við skrifum enn meira og enn hraðar. hvort þetta lætur okkur skrifa eitthvað af viti hef ég enn ekki alveg náð að skilja, en ég fæ örugglega svar við þeirri spurningu minni á vorönn.
hvar ætli maður sæki um þetta starf?