Tuesday, December 13, 2011

framhald síðastu skrifa:


hárið á mér er enn hreint og ég er með mjög fínan púls. borða bara ísblóm með kókópöffsi (já blandað saman og það er gúrme!) og syng með morgunútvarpinu. set svo í þvottavélina og helli upp á. inn á milli les ég svo smá og glósa ef mér finnst það við hæfi þann klukkutímann.
en hvað er það sem að gerist þegar svona langt er í próf og tíminn virðist endalaust?
jú, góðir hálsar - maður fer að mindmappa (íslenskað: kortleggja) í höndum þrátt fyrir að eiga fullt af efnilegum og fínum glósum!



við sjáum það líklega öll hvert þetta stefnir, er það ekki? ég gaufast svona og föndra fram á síðustu stundu og þarf svo að vaka nóttina fyrir próf því í raun hef ég ekkert lært af þessu dúlleríi. aldrei get ég lært af mistökunum! ég skrifa bara um þau.

ps. ef þið haldið að ég sé aftur komin í kaffióefni, þá er það ekki tilfellið. augun á mér eru svona af því að ég er að gera "ég-er-brjálað-hissa-á-sjálfri-mér" svip. hann er svona eins og o í laginu og einhvern veginn verða augun líka eins og o.
ok. gæti verið að ég sé líka smávægilega kaffitjúllið, viðurkenni það.

6 comments:

  1. nei sei sei að þú sérst alls ekkert að drekka of mikið kaffi! gerist ALDREI! gott að púlsinn er í rífandi takti og ísblómin farin að vaxa svona líka vel í frystikistunni ykkar!
    Ég þarf að líta við í bolla fyrst þú ert hvort eð er að hella upp inn á milli? hvað sem það nú gæti þýtt hjá þér....inn á milli bókanna? ísblómaboxana....

    ReplyDelete
  2. nei sko. ég les... á milli þess sem ég duddast... æ! ég veit það ekki.

    já! komdu í kaffi! :)

    ReplyDelete
  3. helga: ég hélt að þú værir að gera ugluna! hehöö

    en maður lærir á því að skrifa niður, það er nú bara þannig :)

    Gangi þér vel!

    ReplyDelete
  4. þetta er eiginlega sami svipurinn. munurinn liggur aðallega í því hvort ég sé að hugsa "ég er ugla" eða þá "vá hvað ég er hissa".

    ReplyDelete
  5. ísblóm með kókópöffsi? Nei hættu nú alveg.

    ReplyDelete