Monday, December 12, 2011

síðasta vika er sem betur fer liðin, hún var viðbjóður. fjögur lokapróf á átta dögum er engan veginn eitthvað sem hljómar spennandi... eða það hljómar kannski einhvern veginn en það er alls ekki spennandi. 
þið, kæru lesendur, græðið þó á þessu eins og svo oft áður því að ég ætla að gera fyrir ykkur lítinn lista, sem í raun er 5. kafli í "what not to do" bókinni minni.


a) ekki slugsa alla önnina, halda að þið séuð miklu klárari en þið í raun eruð og vera svo með allt niður um ykkur nokkra klukkutíma fyrir próf. ég var svolítið svona, það endaði bara illa og púlsinn fór aldrei niður fyrir 300 alla síðustu viku. þá er ég að tala um hvíldarpúlsinn, ekki eftir kaffiþamb og gym. það er voðalega óþægileg staða.


b) ekki mæta (nánast) ósofin í próf. þetta er nú gömul og klisjukennd tugga en hún er bara alveg hreint hudrað prósent sönn! ég prófaði þetta, tvisvar, og var allan próftímann á varðbergi hvort ég væri að fá blóðnasir (það væri þá heilinn að leka.  var þetta of ógeðslegt?) og þurfti að halda augunum opnum með puttunum og þá gat ég ekkert skrifað á meðan, sem kom mér í klemmu!


c)  ekki sleppa því að borða, þó að ykkur sé óglatt af svefnleysi og stressi. reyniði nú að koma einhverju niður! ég prófaði þetta líka tvisvar... sömu tvö skiptin og ég svaf ekki svona ef þið tengduð það ekki og það truflaði mig mjög. ég varð svöng þegar prófið byrjaði og stressið hvarf og þá byrjaði allt að gaula. lætin!


d) ekki gleyma því að taka lýsi! (hérna ætlaði ég að skrifa - takiði lýsi en mundi svo að þetta er what not to do listi).


listinn er kannski voðalega venjulegur og eitthvað sem við höfum öll heyrt en mér fannst betra að koma með svona konkrít dæmi til að þið gætuð tengt betur við þetta.


eitt próf eftir og nægur tími til að lesa undir það. voðalega er ég hamingjusöm hvað það varðar. hárið á mér hreint, ég get fengið mér að borða og hent í þvottavél og samt er púlsinn fínn. 

7 comments:

  1. HAHA ég hló upphátt!! reyndi samt að bæla hláturinn, hlátur er ekki vinsæll á bókasöfnum.

    ReplyDelete
  2. já.. ég veit þetta einmitt alltaf allt í desember og maí. SKIL EKKI hvert þessi vitneskja fer dagana á milli. óþolandi!

    ReplyDelete
  3. mér finnst leyndardómsfullt að ef ég kvitta sem google accountið mitt er nafnið mitt ".."!
    veistu að þetta er ég?

    ReplyDelete
  4. Haha, takk, þetta eru góðar lífsreglur.
    Kristín.

    ReplyDelete
  5. haha - það er svo vandræðalegt að hlæja upphátt á svoleiðis stöðum. ég geri það reglulega í strætó. algjört fríksjó!

    hæ linda!
    þetta er mjög leyndardómsfullt, en ég þarf ekki annað en að klikka á .. og þá fer ég á accountið þitt. apaköttur! :)

    vonandi ferðu eftir þeim kristín! (helga?)

    ReplyDelete
  6. Lýsi er stórlega vanmetið. Ég jók skammtinn úr einni skeið í þrjár á dag og er allt önnur (skárri) manneskja.

    ReplyDelete
  7. stórlega vanmetið ella, það er laukrétt!
    spurning um að ég bæti á skammtinn líka.

    ReplyDelete