sko. mér finnst bara allt í lagi að ég hafi borðað heilan pakka af toffypops kexi. ég borða ekkert bollur (nema berlínarbollur) og hef því ekki fengið mér neitt svoleiðis góðgæti. kexið var þannig bara skaðabætur, í rauninni.
hvað!?
eitthvað var ég búin að lofa myndum. þið fáið þær bara smám saman, eftir því hvernig ástandið er á íbúðinni hverju sinni. hér má sjá stofuna, galtóma og drungalega í janúar. myndin er tekin úr eldhúsinu, en stofan og eldhúsið er bara eitt stórt rými. það er eitthvað sem okkur langar að breyta í framtíðinni, loka eldhúsinu aðeins af, þó ekki sé nema með eyju eða einhverju smáræði. en það er nú seinni tíma hausverkur.
þessi mynd var svo tekin í fyrradag, í birtu, sem er svolítið svindl. þetta er smá eins og árangursmyndir af fitnessdufti, seinni myndin fegruð en akkúrat og nákvæmlega ekkert gert fyrir þá fyrri.
svo hefði ég náttúrulega átt að taka myndina frá sama sjónarhorni og þessi að ofan, en ég geri það bara með næsta rými. hér fáiði allavega að njósna smá. sjónvarpið er á veggnum nær mér (og sést því ekki) og þar á string hillan umrædda að hanga... þegar ég hef eignast hana... aha!
svo sést það kannski ekki en suðurveggurinn er málaður í öðrum lit en restin. hann átti upphaflega að vera dekkri, en við fengum ekki litinn sem við vildum. þessi fór því á en ég geri ráð fyrir því að mála hann áður en langt um líður (langt er samt teygjanlegt hugtak).
þið afsakið myndgæðin. þið lifið. ég veit það.
svo á pabbi afmæli í dag. hann er líklega besti pabbi í heimi.
No comments:
Post a Comment