Monday, March 24, 2014

letin nær stundum svo föstum tökum á mér að ég nenni varla að draga andann og því miður er svoleiðis letiský yfir mér þessa dagana. ástandið er svo slæmt að ég rétt ræð við að svara tölvupóstum, hvað þá meira. að taka upp skólabók og lesa aðeins er mjög fjarlæg hugsun. stór hluti letinnar er samt veðrinu að kenna, alveg dagsatt. mamma og pabbi ætluðu nefnilega að koma í heimsókn um helgina en sátu í staðin föst á akureyri, þannig að ég er eiginlega enn miður mín. svo er allt svona frekar grátt hér í höfuðborginni og það er nú ekki til að kæta neina fýlupúka eins og mig.

en hvað um það. ég ákvað að vaska upp fyrir ykkur kæru vinir og taka mynd af hinum helming opna rýmisins - eldhúsinu.

við flóki litli erum sérstaklega sæt á þessari mynd - en hún er sú eina sem er til af eldhúsi fyrir flutninga og málningavinnu. (nb. ég kem aldrei til með að skilja almennilega líkamsstöðuna sem hundurinn er í þarna). 
þetta er sá hluti íbúðarinnar sem að kemur til með að fá hve mesta andlitslyftinguna. eldhúsinnréttingin virðist kannski ágæt í fjarska, en hún er eiginlega langt frá því að vera ágæt. á þessari mynd má til dæmis sjá 3 mismunandi viðartegundir í henni en í henni leynist meira að segja ein til viðbótar. skáparnir eru furðulega staðsettir og hún er farin að láta verulega á sjá. þegar við höfum safnað pening þá verður henni því skipt út, gert er ráð fyrir að það gerist árið 2043. 
hér má svo sjá eldhúsið eftir flutninga. það mátti reyndar strax sjá mikinn mun eftir að súlan var máluð en það rétt glittir í hana lengst til vinstri á báðum myndum. það tók okkur tengdamömmu ekki nema svona 10 klst. og brjálæðislega marga lítra af málningu að sigra þennan appelsínugula skelfi.
fljótlega verður svo haldin keppni á sogaveginum, þar sem einu þátttakendur verðum við sjonni. planið er að teikna eldhúsið upp í tölvunni og leika sér svo í því að hanna og raða, ásamt því að fá upp áætlaðan kostnað. ég ætla að sjálfsögðu að hafa það að mínu markmiði að vera með svona tómt gat fyrir uppþvottavél. finnst það svo sjarmó.

7 comments:

  1. Hahaha....

    En þetta er samt rosa kósý, til hamingju með íbúðina =)

    ReplyDelete
    Replies
    1. takk fyrir, takk takk takk.
      okkur líður voða vel hér, þrátt fyrir skort á uppþvottavél ;)

      Delete
  2. Hlakka svo til að koma í heimsókn til ykkar!
    Mér finnst þetta líta ægilega vel út hjá ykkur, allavega í fjarska ;)

    Á Hvanneyri vorum við með svona tómt gat og vorum með poka þar fyrir tómar bjórdósir. Reyndar þá stæluðum við þetta aðeins upp seinna meir og fengum okkur ónýta uppþvottavél í gatið og vorum með dósapokann inni í henni. Það lúkkaði betur. Hafðu svo bara samband ef ykkur vantar fleiri svona pró stílista hugmyndir.

    ReplyDelete
    Replies
    1. hahahahaha!
      ég elska hugmyndina með ónýtu uppþvottavélina. kannski að ég fái þannig en innrétti það sem vöggu..?

      Delete
    2. Já eða svítu fyrir Flóka? Möguleikarnir eru óþrjótandi!

      Delete
  3. Í mínu eldhúsi voru tvö svona göt þegar ég flutti inn á heimili bóndans, annað er fyrir ísskáp (jú víst, svei mér þá) og hitt fyllti ég fáum árum síðar þegar ég keypti notaða uppþvottavél sem núna er komin nokkuð á fertugsaldurinn og sannar stöðugt hvað gömlu heimilistækin eru sterkari og endingarbetri en dótið sem verið er að framleiða núna. Í ísskápsgatinu er mubla sem sennilega er framleidd sem náttborð en leikur hjá mér hillur fyrir vöfflujárn, hakkavél, vigt og þessháttar..

    ReplyDelete
    Replies
    1. það er um að gera að nýta gamalt dót og láta sköpunargleðina ráða för í svona málum ;)
      ég hef sko ekki miklar áhyggjur af þessu gati get ég sagt þér. það er kannski ekki mikið fyrir augað, en það er margt sem að er ofar á forgangslistanum en það að troða uppþvottavél þarna inn. hún kemur einhvern daginn!

      Delete