en hvað um það. þessa helgina fengum við annað tækifæri til þess að svala menningarþorsta okkar og gott betur en það. við tókum að sjálfsögðu annan hring í hörpu, nú með ögn fleira fólki en helgina áður. menningarlætin mögnuðust svo heldur betur þegar við fórum á klikkaða sýningu hjá viktoríu vinkonu minni, sáum annars árs einstaklingsverkefni hennar af sviðshöfundabraut.
kirsuberið á toppnum var svo herdís frænka, en hún sýndi hluta af vörulínunni sinni í epal í skeifunni. ég mæli eindregið með því að þið skoðið fínu fínu hlutina sem hún hefur upp á að bjóða, en hægt er að skoða allt góssið á bimbi.is. hillurnar þykja mér sérstaklega fallegar, ég þarf bara aðeins að gera upp hug minn hvort ég ætla að vera með glæra eða hvíta í herberginu sem litla hjartað fær í framtíðinni. það er þó alveg ljóst að margföldunar- og stafrófsspjöldunum verður komið þar fyrir.
annars er ég svona aðeins farin að láta hugann reika, hreiðurgerðinn komin af stað. hef ákveðið að vera með þema í herberginu og í ljósi þess að sú stutta verður fær líklega viðurnefnið prinsessan þá ákvað ég að skoða svolítið mublur og skraut eftir því. samt bara látlaust, bara eitthvað svona! myndi örugglega sleppa lampanum en annars finnst mér þetta bara fullkomið.
No comments:
Post a Comment