allavega. allir farnir í frí nema ég! aumingja ég.
mig langar að vera í jólafríi. ég á eftir að kaupa gjafir og skrifa á kort. ég á eftir að baka (aftur - búin með skammt númer 1) og ég á eftir að henda mér upp í sófa og slaka fokkíng á! ég á eftir að horfa á jólamyndina, þessa sem við höfum horft á frá því að ég var ótalandi og slefandi. eða svona næstum því. ég var kannski fimm eða eitthvað þegar þetta varð að jólamynd fjölskyldunnar. ég á líka eftir að hella upp á jólakaffi og læra alla textana fyrir tónleikana sem eru á morgun. einmitt, á morgun!
spurning um að forgansraða.
a) læra textana fyrir morgundaginn
b) gera verkefni sem ég á að skila á miðvikudaginn
c) lesa yfir verkefni sem á að skila á föstudaginn
d) gera myndband, sem á líka að skila á föstudaginn
e) fara í jólafrí og gera allt sem ég taldi upp hér að ofan.
okei, enginn tími til að skrifa!
Ég vorkenni okkur....
ReplyDeletesvo mikið ása. svo ósköp mikið!
DeleteÉg er ógeðsleg spennt fyrir lið d! Ætlið þið Sigurjón og Flóki semsagt að senda myndbandskveðju í stað jólakorta í ár? Öll í eins jólapeysum að leika ykkur í snjónum og baka piparkökur og skreyta jólatré og horfa dreymin á kertaljós? Ég get ekki beðið!
ReplyDeletehahahahahahah!
Deleteertu búin að lesa yfir þig elli minn?
þetta er reyndar góð hugmynd. spurning um að framkvæma hana á næsta ári...
d liður er samt eiginlega bara hluti af verkefninu í c lið. frekar döll.