Monday, December 16, 2013

nú sit ég með tárin í augunum, galtómt mjólkurglas og ofboðslega mikið af dísætum súkkulaðibitakökum í maganum og les jólafrís-statusa á facebook. allir í heiminum komnir í jólafrí, að því er virðist. fyrir utan vinnandi fólk reyndar... og mig (já og vissulega restina af bekknum. og þá nema sem eru kannski að fara í síðasta prófið sitt á morgun. og örugglega grunnskólabörn... æj vá, má maður fá að vera dramatískur í friði og vera kannski ekki með allar staðreyndir 100% réttar). 

allavega. allir farnir í frí nema ég! aumingja ég.

mig langar að vera í jólafríi. ég á eftir að kaupa gjafir og skrifa á kort. ég á eftir að baka (aftur - búin með skammt númer 1) og ég á eftir að henda mér upp í sófa og slaka fokkíng á! ég á eftir að horfa á jólamyndina, þessa sem við höfum horft á frá því að ég var ótalandi og slefandi. eða svona næstum því. ég var kannski fimm eða eitthvað þegar þetta varð að jólamynd fjölskyldunnar. ég á líka eftir að hella upp á jólakaffi og læra alla textana fyrir tónleikana sem eru á morgun. einmitt, á morgun!

spurning um að forgansraða. 
a) læra textana fyrir morgundaginn
b) gera verkefni sem ég á að skila á miðvikudaginn
c) lesa yfir verkefni sem á að skila á föstudaginn
d) gera myndband, sem á líka að skila á föstudaginn
e) fara í jólafrí og gera allt sem ég taldi upp hér að ofan.

okei, enginn tími til að skrifa!



4 comments:

  1. Ég er ógeðsleg spennt fyrir lið d! Ætlið þið Sigurjón og Flóki semsagt að senda myndbandskveðju í stað jólakorta í ár? Öll í eins jólapeysum að leika ykkur í snjónum og baka piparkökur og skreyta jólatré og horfa dreymin á kertaljós? Ég get ekki beðið!

    ReplyDelete
    Replies
    1. hahahahahahah!
      ertu búin að lesa yfir þig elli minn?

      þetta er reyndar góð hugmynd. spurning um að framkvæma hana á næsta ári...
      d liður er samt eiginlega bara hluti af verkefninu í c lið. frekar döll.

      Delete