Monday, December 2, 2013

nei sko, nú þarf eitthvað að gerast áður en blogspot hreinlega hendir þessari síðu.
plís ekki vera búin að gleyma mér krakkar. eða hætta að trúa á mig, eins og jólasveininn. ég er alveg hérna ennþá, hef bara forgangsraðað illa!

starfsþjálfuninni er sem sagt lokið og hið hefðbundna skólalíf (dæs) tekið við. 
ástæða fjarveru minnar hér er sú að það hefur verið töluvert mikið um að vera hjá fraukunni, bæði í skólanum sem og öðru. nóvemberlota skólans var svolítið strembin, mikill lestur og margt sem þurfti að leggja á minnið. því hafa internet skrif fengið að lúta lægra haldi. þar að auki hef ég varla gert annað en að vera á kóræfingum. fyrir um hálfum mánuði héldum við kötlur vetrartónleika sem fóru fram í fríkirkjunni í reykjavík. undanfari þeirra voru endalausar æfingar, alltaf og alla daga. tónleikarnir gengu svo glimrandi og það voru glaðar kötlur sem fögnuðu á bast fyrir rúmri viku síðan. en við sláum ekki slöku við alveg strax því að næst á dagkrá eru jólatónleikar! 17. desember troðum við upp ásamt karlakór kaffibarsins og syngjum ykkur inn í jólin. um er að ræða styrktartónleika og ég hvet ykkur þess vegna til þess að mæta. kanniði málið hér!




sé ykkur þar!



3 comments:

  1. Má alveg til með að kommenta, svona einu sinni. Búin að bíða eftir bloggi frá fraukunni ansi lengi, enda hef ég fylgst með þessu bloggi í rúmt ár og alltaf haft gaman af hverri einustu færslu, því þú ert ansi fyndin týpa.

    Svo það var líka eins gott að þú hentir í blogg og hvað þá auglýsingu fyrir tónleikana ykkar með Bartónum því ég verslaði 2 miða um leið og ég lauk lestri.

    Vertu nú duglegri í þessu.
    Mbk. Ragnheiður (aldeilis ókunnug)

    - og þegar ég les yfir kommentið þá lítur þetta ansi stalker-like út... en ég lofa að ég er venjulegur lesandi sem langaði bara að kasta smá kveðju til að þakka fyrir skemmtilegar færslur um tíðina :)

    ReplyDelete
    Replies
    1. jiii... takk fyrir yndislegt komment ragnheiður! mikið sem það er gaman að fá svona skemmtilegar athugasemdir, sérstaklega frá laumulesanda.
      svo gerir það mig enn glaðari að heyra þetta með miðakaupin.

      ég skal vera duglegri. reyna það allavega, lofa!

      Delete