óh, þetta jólafrí.
þetta elskulega jólafrí. loksins mætti það í líf mitt (og líður reyndar allt of hratt fyrir minn smekk, en það er efni í annað dramakast).
síðustu dagar hafa verið dásemd. ég gerði næstum því allt sem ég nefndi hér að neðan. keypti þær gjafir sem ég hafði ætlað mér, horfði á jólamyndina, lærði eitthvað af textunum fyrir jólatónleikana (eehh...), fékk mér jólakaffi og hef slakað fáranlega mikið á. það er mikilvægast! tærnar eru að mestu búnar að beinast upp í loft undanfarna daga.
það sem ég aftur á móti trassaði í ár voru jólakortin. þið sem vanalega fáið frá mér kort verðið bara að láta gömlu kveðjurnar duga. þetta bara fór einhvern veginn alveg forgörðum í ár, eins ömurlegt og það nú er. kortin keypti ég (eða ég sendi sjonna út í búð), en þau eru enn óupptekin og tóm inni í skáp. afsakið hlé þar til á næsta ári bara. mér finnst það voðalega leiðinlegt, því jólakortin elska ég svo sannarlega. það er svo gaman að senda þau, og sérstaklega skemmtilegt að fá þau. það hefur alla tíð verið frekar mikil athöfn í minni fjölskyldu að opna og lesa öll kortin og ég vil halda í það eins lengi og mögulegt er. þess vegna þarf ég að taka mig á og senda sjálf. (halló áramótaheit).
því miður voru óvenju fáar myndir teknar í ár, eiginlega engar. það þarf líka að laga hið snarasta.
hér eru þó nokkrar.
við eyddum aðfangadagskvöldi (og jólakvöldi reyndar) með tengdafjölskyldunni minni, heima hjá birnu mágkonu. hér var því legið í leti þar til klukkan sló jól. ekkert stress, bara froðubað.
sigurjón frændi að klifra upp vinsældarlistann hjá þessari litlu dömu. hann var með ís. hún sá það. hún mætti... og fékk ís.
niðurstaða: uppáhaldsfrændi forever, skjalfest.
niðurstaða: uppáhaldsfrændi forever, skjalfest.
eina jólamyndin sem tekin var af okkur, kortér í háttatíma á aðfaranótt jóladags. eins og sjá má er ég alveg að lognast út af og sigurjón er að máta jólagjöfina sína með miðann upp úr hálsmálinu. þessi fer kannski bara í jólakortið sem ég sendi út á næsta ári. hugmynd...
tókum yndislegan göngutúr í rjómablíðu annan í jólum. mig langaði voða lítið inn.
þegar ég svo fer inn, þá er þetta stemningin. ég var búin með allt góða konfektið mitt á þessum tímapunkti, sem og laufabrauðið. en ég læt það nú ekki stoppa mig og borða bara það sem ég finn hvað og hverju með kaffinu mínu.
að lokum er jólafrí nú ekki almennilegt jólafrí nema maður kaupi sér íbúð. eða, já.
ég kannski sendi út kort á næsta ári, en ég get ekki lofað því að ég hafi efni á jólagjöfunum líka. íbúðarkaup eru ekki gefins krakkar. bara alls ekki.
aaahhh.
og enn er uppáhaldsparturinn af fríinu eftir. því eins mikið og ég hef lært að vingast við jólin (lengi vel áttum við ekki vel saman. það horfir þó allt til betri vegar) þá komast þau ekki í hálfkvisti við aðdáun mína á áramótunum. sprengjurnar, lyktin, allir listarnir og annálarnir. mér finnst fátt skemmtilegra en að gera upp árið sem er að líða, horfa á gamlar fréttir og velja besta þetta og versta hitt.
ég þarf að gera mitt ár upp. ójá. stay tuned! kveðja, þessi áramótaspennta.
Til hamingju með íbúðina :) Skemmtilegt blogg, það er núna nýja pass time lesninginn mín.... enginn pressa ;)
ReplyDelete