Sunday, October 20, 2013

skólalaust líf er algjörlega vanmetið fyrirbæri. 
kostirnir sem fylgja því að vera í námi eru vissulega margir, en þegar leiðinn gerir vart við sig þá hverfa þeir eins og dögg fyrir sólu. slíkur leiði á það svo sannarlega til að mæta á svæðið, sérstaklega þegar kona hefur lokið grunnskóla, menntaskóla, tekið 5 ár í bachelor nám og veður svo beint í master. það eru rosalega mörg skólaár og nokkur ansi þung (sérstaklega þau sem voru á dönsku). 
nú, þegar ég stend í miðri starfsþjálfun, þá svífa ekki yfir mér alls konar verkefni og endalaust lesefni. ég læri með því að horfa, gera og prófa og þegar vinnudegi líkur þá hef ég tíma og næði til þess að melta það sem dagurinn gaf mér. svo fæ ég líka bestu gjöf í heimi - helgarfrí. ég sit ekki og les á meðan mér finnst allir í heiminum vera að gera eitthvað fáranlega skemmtilegt. 

aaahh... bara tvær og hálf önn eftir og þá verð ég stanslaust í helgarfríi!

þessi dagur var vel nýttur. upp úr hádegi fórum við sjonni í bíltúr sem innihélt stopp í þorlákshöfn, á eyrarbakka og stokkseyri, sundsvaml í hveragerði og dásamlegt kaffihúsarmal með móðurbróður og spúsu, auk ömmu og afa.  
engar áhyggjur, hakúnamatata. 







en fyrst ég er byrjuð. einhver sem gæti hugsað sér að skrifa mastersritgerðina mína?

3 comments:

  1. aww þú átt þetta verkefna- og skólalausa líf skilið! enda lærir maður best á að gera og prófa sjálfur! :)

    ReplyDelete
  2. Skóla- og verkefnalaust líf bíður bara rétt handan við hornið!!

    Annars er ekkert mál að gera þessa mastersritgerð fyrir þig. Ég er yfirleitt mjög fljót að rumpa þeim af.

    ReplyDelete
  3. hah - þið eruð bestar!
    inga vala, ritgerðin er þín.

    ReplyDelete