Tuesday, January 7, 2014

æ já. það var þetta með ársuppgjörið, alveg rétt.
ég sagði stay tuned og svo bara gerist ekki baun í bala. forlåt.

markmiðið var að gera þetta á gamlársdag. það tókst ekki. brá þá á það ráð að hafa þetta bara eins konar þrettándagleði. tókst ekki heldur... en nú kemur þetta. stutt og laggott, ég nenni ekki að fara yfir þetta mánuð fyrir mánuð heldur bara helstu hápunkta ársins.

- hóf síðustu önn BA námsins, skrifaði lokaritgerðina mína og útskrifaðist í júní.


- byrjaði í kvennakórnum kötlu, besta ákvörðun ever.

- ég fór í brilliant og ógleymanlega stelpuferð til berlínar og sá beyoncé. 


- hélt áfram að reyna að koma mér í form og fara út að hlaupa. hætti því.
- hélt áfram að reyna að prjóna peysuna sem ég byrjaði á árið 2009. hún er komin ofaní skúffu, again.
- fór í dásamlega sumarbústaðarferð í góðra vina hópi. erum strax farin að tala um ferðina sem verður farin í ár.

- átti dásamlegt sumarfrí með manni og hundi, gistum í tjaldi, hlíðargarði og nutum lífsins.

- tók jákvætt þungunarpróf (!) og sit nú með 18 vikna belg út í loftið.
- keypti mér íbúð.

æ, veit ekki með ykkur en mér finnst tveir síðustu punktarnir eitthvað standa upp úr. kannski er það bara ég! 


7 comments:

  1. Þetta er nú meira árið! Nú kem ég líka og syng með þér á næsta mánudag! Get ekki beðið eftir að endurnýja kynni mín við Kötlu! Veij!

    ReplyDelete
    Replies
    1. í alvöru!?
      jeij en gaman. hlakka til að sjá þig

      Delete
  2. til hamingju með allt dagný. tara kristín grætur ennþá útaf peysunni…DJÓK! þú klárar hana fyrir hnetuna þína ;)
    p.s. ef þetta er strákur þá skaðast hann ekkert þó hann sé settur í bleika peysu, ef svo væri þá væri búið að taka bæði benedikt og emil af mér!

    ReplyDelete
    Replies
    1. Ég skil hana bara mætavel, blessað barnið. Búin að sjá mynd af gripnum sem hún veit að verður aldrei hennar ;)

      Annars hef ég sko ekki neinar áhyggjur af lit á föt fyrir hnetuna. Iss piss!

      Delete
  3. Innilega til hamingju með jákvæðu prufuna þína!

    ReplyDelete