Wednesday, October 9, 2013

sigurjóni til mikillar (!) mæðu hef ég sérstaklega gaman af því að raula, gaula og syngja... bæði frumsamið efni, misgott vissulega - ég tek það alveg á mig, en líka bara með öllu sem ég heyri. öllu! og þá skiptir engu hvort ég kann textann eða ekki, ég bara syng með... og það hátt. 
mæðu mannsins er hægt að rekja beint til hæfileika minna, því þó svo að ég sé sígalandi þá þýðir það ekki að ég geri það vel. ég held alveg lagi, en þar getum við líka sett punktinn. engar dúllur eða flottheit. það má því segja að við höfum bæði unnið í gleðilottóinu þegar ég rambaði inn á æfingu hjá besta kvennakór í heimi (takk helga!). það er sérstök lukka fólgin í því að á þeim tíma voru inntökupróf ekki hluti af prógramminu, ef þið skiljið hvað ég er að faaara (plís ekki reka mig!). þarna fæ ég, einu sinni í viku og stundum meira að segja oftar, að losa um alla söngþörf og sigurjón er að sama skapi frelsinu feginn. laus við varginn og eyrun fá frið. (hann er djóklaust með heyrnaskaða, blessaður anginn, en hvort það tengist mér á einhvern hátt skal ósagt látið). 

síðustu helgina í september héldum við stöllur í æfingabúðir. sungum í hundrað tíma eftir að hafa hitað upp með jógaæfingum, héldum kvöldvöku og partý, dúlluðumst í haustsólinni og gistum eina nótt. það er ekki hægt að hugsa sér betri félagsskap! 




jógaupphitun í sólinni.
lögðum undir okkur hlíðadalsskóla og fengum hunda í kaupbæti. 
besti.partýleikur.ever! segi ekki meir.

ég er kannski hlutdræg, veit það ekki, en ég mæli eindregið með því að þið líkið við okkur á facebook og fylgist með tónleikahaldi. 

4 comments:

  1. Frekar forvitin með besta partýleik ever! ;)

    ReplyDelete
  2. haha nkl, mega forvitin með þennan partýleik!!

    ReplyDelete
  3. Já sama hér!

    Hljómar annars eins og þetta hafi verið mega næs í fimmta veldi.

    ReplyDelete
  4. óóó, þið þurfið bara að koma í kórinn!
    (eða bjóða mér í partý og ég skal vera með show)

    ReplyDelete