Tuesday, October 1, 2013

status: ég er búin að hjóla oftar í skólann þessa önn en ég gerði allt BA námið mitt. ástæðan er með öllu óljós en lungu og læri mótmæla stöðugt. hjólatúrinn tekur á og því mæti ég oftast móð og másandi með sveitt enni og efri vör, blessi fólkið í bekknum mínum. við erum hátt í 40 í skólastofu sem er álíka stór og meðal bítibúr, þannig að við sitjum öxl við öxl og nefbroddurinn rekst í hnakkann á næsta manni. nú hefur þó verið gert örlítið hlé á þessu ástandi því næstu fimm vikurnar verð í starfsnámi á landspítalanum. fæ hvítan slopp og kort og allt! 

annars er það helst að frétta að hundurinn er enn heimskur og ég hef ekki enn náð að klára prjónaverkefnið mitt. er þó búin að gera báðar ermarnar og sauma þær saman en þær bara passa ekki í ermagötin á búknum. hvernig í helvítinu gerist það!? þetta verður bara að vera vesti, ég er að segja ykkur það!
svo er meistaramánuðurinn byrjaður og ég sýni honum alveg jafn mikið skilningsleysi og í fyrra. jafnvel meira, því að nú er fólk að setja enn meira um markmiðin sín á facebook, myndir af skráningu og alls konar leiðinlegu stöffi. þetta er alveg gott og blessað en þarf í alvöru að tala svona mikið um það að fólk ætli í 30 daga að vera aðeins aktívara og duglegra við að drekka vatn í staðin fyrir bjór? þetta eru 30 dagar krakkar!

æj okei. ég er fúl á móti, sorrý.
það má... einu sinni í mánuði. sérstaklega í meistaramánuði. 

aaa... allt í einu tengdi ég þetta! það er markmiðið mitt, að vera meistaralega fúl í tæpa viku í október. hehö.

2 comments: