annars er það helst að frétta að hundurinn er enn heimskur og ég hef ekki enn náð að klára prjónaverkefnið mitt. er þó búin að gera báðar ermarnar og sauma þær saman en þær bara passa ekki í ermagötin á búknum. hvernig í helvítinu gerist það!? þetta verður bara að vera vesti, ég er að segja ykkur það!
svo er meistaramánuðurinn byrjaður og ég sýni honum alveg jafn mikið skilningsleysi og í fyrra. jafnvel meira, því að nú er fólk að setja enn meira um markmiðin sín á facebook, myndir af skráningu og alls konar leiðinlegu stöffi. þetta er alveg gott og blessað en þarf í alvöru að tala svona mikið um það að fólk ætli í 30 daga að vera aðeins aktívara og duglegra við að drekka vatn í staðin fyrir bjór? þetta eru 30 dagar krakkar!
æj okei. ég er fúl á móti, sorrý.
það má... einu sinni í mánuði. sérstaklega í meistaramánuði.
aaa... allt í einu tengdi ég þetta! það er markmiðið mitt, að vera meistaralega fúl í tæpa viku í október. hehö.
dreptu mig ekki dagný! hahahaha!
ReplyDeleteég skal reyna! :**
Delete