á dögunum fórum við sjonni, ásamt hundi, aðeins út fyrir borgarmörkin og nutum lífsins í gapandi góðu veðri. stundum get ég bara ekki mannmergðina, kaffihúsin, búðarferðirnar og allt stöffið sem er í gangi hér í reykjavík og þá er gott að fara aðeins í burtu. ég verð meiri einfari með hverri vikunni sem líður, sver það.
en kleifarvatn stóð fyrir sínu. ég læt myndirnar tala sínu máli.
halló fallega land!
hundi tók spretti í vatninu. djöfulli djarfur.
þornaði í sólinni.
meitlað í stein.
já, við fórum í sömu ferðina. já, við vissum bæði hvert ferðinni var heitið. já, mínir skór voru töluvert betra val!
Vá mér finnst Flóki hugrakkur ! Ronja mín er nebblilega svaka hrædd við vatn og fer ekki nær því en svo að hún geti rekið tunguna í það og hrekkur alveg í kút ef tærnar á henni fara óvart út í það. Að leggja í langferð á flippflopps finnst mér líka hugrakt eða á ég kannski að segja svolítil bartsýni ?? Allavega, flottar myndir
ReplyDelete