Saturday, August 24, 2013

haustið er komið, það er heldur betur komið. ég sá ekki nefbroddinn á mér þegar ég hjólaði heim úr vinnunni í gærkvöldi, svo dimmt er orðið! ég er þar að auki búin að draga fram gammósíurnar og angórusokkana. 
við sjonni ákváðum að reyna að ná í skottið á sumrinu og fara í vikulanga útilegu þar sem að við áttum frí á sama tíma, aldrei þessu vant. draumaferð, fyrir utan það að aðeins einni nótt var eitt í tjaldi, restin var innandyra. við náðum sumsé ekki á mikið af góðu veðri. 
fyrstu nóttinni (þessari sem fór fram í tjaldi) eyddum við í þakgili. ég get ekki annað en mælt með þeim stað. yndislegt umhverfi og fallegt, núll internet og afar stopult símasamband. bless alheimur, hæ náttúra.

nú verður sagt frá í (allt of mörgum) myndum.
í þakgili eru dregnar fram gamlar græjur því posinn virkar að sjálfsögðu ekki hót þegar símasamband er í algjöru lágmarki. eða er það kannski netið sem þarf að vera... jæja, eitthvað er það. 

eins og sjá má var fremur þungbúið þegar við mættum á staðinn, en dásamlegt engu að síður. 
 fengum lánað tjaldið mömmu og pabba, það reyndist stærra en bílinn okkar. 
 lion king atriði. sjonni er með flóka í lúkunum, en hann sést tæplega. samt fyndið!
 alltaf grill í útilegum. alltaf!
allir dúðaðir, hundur þar meðtalinn.
daginn eftir pökkuðum við saman og héldum ferð okkar áfram. ákveðið var að finna gott veður og fallegt tjaldsvæði þar sem væri hægt að eyða næstu nótt. til þess að gera langa sögu stutta þá keyrðum við í regni og roki þar til við vorum allt í einu komin í egilsstaði. þar nýttum við náttúrlega húsaskjól og gistum hjá tengdó... með því að brjótast inn því þau voru ekkert heima. þaðan var svo farið út í jökulsárhlíð, á æskuslóðir spúsans þar sem búið er að gera upp "ættaróðalið" svo úr varð hið fínasta sumarhús. 
 stoppuðum hjá fjallsárlóni með útlendingunum. 
 þessi stökk á milli ísmola og var sérdeilis rogginn. 
 góða veðrið fundið í jökulsárhlíð, en ekki hvað. 
flóki á hlaðborði...
... og í berjamó, þar sem hann stóð sig vægast sagt ömurlega.
eftir góða dvöl á austurlandinu var ferðinni heitið á akureyri þar mikil samkoma móðurfjölskyldu minnar átti að eiga sér stað, en búið var að leigja tjarnargerði í eyjafjarðarsveit undir hrúguna. 
mamma og sjonni mættu með fangið fullt af hreindýrabollum leiðrétting; hakkið var víst rjúpukjöt... alveg rétt! takk kjabbi! ;)
tjarnargerði reyndist vera eins og sænskur draumur!

ay ay captain.

þessi fóru að leita að fjársjóði jóns króks! hann fannst, pakki fullur af snakki og sykurpúðum. 

ekkert betra en morgunspjall með þessari

afi var kubbmeistari. 


díses, mikið af myndum. 
sorrý. en svona var sumsé fríið!

4 comments:

  1. frábær færsla dagný. flottar myndir og ennþá flottara fólk. sakna ykkar.
    knús, hróðný.

    ReplyDelete
  2. Rosalega eru mamma þín og Sjonni góðir kokkar. Það er ekki á allra færi að búa til hreindýrabollur úr gæsahakki... ;)

    ReplyDelete
  3. HAHA! úbbosí. ég er ekki mikið inni í þessum villibráðaheimi greinilega. þetta hefur verið leiðrétt ;)

    sakna ykkar í botn tóa mín :** takk elsku.

    ReplyDelete
  4. En dásamlegt, aldrei of mikið af myndum! Kveðjur frá Aarhus, hugsa núna mikið til heimsóknarinnar góðu til ykkar í Horsens um árið!

    ReplyDelete