Friday, July 12, 2013

hér er lítið að gerast! 
það er smá út af því að ég er að vinna flesta daga á milli þess sem ég brasa eitthvað misgáfulegt. þar að auki er ég enn að ná mér eftir trauma helgarinnar, en ég átti afmæli á sunnudaginn og veðrið var ömurlegt svo ekki sé meira sagt. það er nú kannski ekkert stóráfall ef ekki væri fyrir það að ég man ekki hvenær ég upplifði síðasta afmælisdaginn minn í ömurlegu veðri. í fullri alvöru, það er alltaf gott veður 7. júlí. 
í ljósi þessa var dagurinn erfiður, á bæði líkama og sál. 

en aðalástæða fjarverunnar hlýtur þó að nýja hlutverkið mitt sem fórnarlamb í stóra lín málinu, sem er frekar tímafrekt og erfitt starf ykkur að segja. til að þið áttið ykkur betur á um hvað ræðir skal ég fara yfir þetta skref fyrir skref.

varúð - þetta er ekki skemmtileg lesning og þaðan af síður stutt. 
ýtið á back takkann ef þið viljið vera í smá góðu skapi það sem eftir lifir dags eða ef þið eruð í tímaþröng. 

þann 24. apríl gekk ég út úr síðasta prófinu mínu, feikilega glöð. í maí byrjun fékk ég svo bréf þar sem ég er beðin um að skila greiðslumiða inn til ríkisskattstjóra, en með honum sýni ég fram á reglulegar leigugreiðslur. þeim upplýsingum er síðan komið áfram til lín (lánasjóðinn, ekki rúmfatabatteríið). 
sem sagt, enginn miði = ekkert námslán.
(hér vil ég koma með smá innskot. í fyrsta lagi hef ég fengið námslán átta sinnum og aldrei hef ég verið beðin um þennan miða áður. ég veit svo sem ekki hvernig stendur á því eða af hverju hann þótti svona nauðsynlegur allt í einu núna... kannski eru þetta bara random úrtök. ég vil einnig vekja athygli á því að í síðustu tvö skipti sem ég hef fengið lán hef ég búið hér á sama stað og borgað sömu leiguupphæð mánaðarlega. ég sé því ekki alveg í hendi mér af hverju greiðslumiðinn varð skyndislega svona krúsjal atriði, en þá það).
svona sirka 13. maí fer ég svo til ríkisskattstjóra með miðann góða (tafðist smá af því að ég var stödd á akureyri og varð að skila þessu í reykjavík). þar spyr ég hvort að það sé nóg að skila honum bara þangað og ekkert þurfi að fara til lín. þeir segjast stimpla þetta og senda áfram og ég þurfi því ekkert að hafa frekari áhyggjur, lánið ætti að koma inn á næstu dögum. á þessum tímapunkti var ég búin að tala við þær hjá lánasjóði (ég hef í alvöru aldrei talað við karlmann þar, vinna bara konur hjá lín? ég geri allavega ráð fyrir því) þar sem ég þurfti smá aðstoð við að finna umræddan greiðslumiða. í leiðinni spurði ég hvort það væri rétt skilið hjá mér að miðinn ætti bara að fara til ríkisskattstjóra. svarið var að þau hjá lín vildu alls ekki taka við miðanum, eitthvað varðandi formsatriði og fleira, og því ætti hann bara að fara á skrifstofu ríkisskattstjóra og þaðan bærist hann til þeirra.

hananú, ég var sem sagt búin að fylla út títtnefndan miða, skila honum og spyrja á báðum stöðum hvort ég væri að gera rétt og fékk grænt ljós á alla kanta.

svo beið ég. og beið... og beið. og fór svo á skrifstofu lín af því að ekkert var að gerast.
daman sem ég talaði við þann daginn sagðist ekki sjá nein merki þess að ég hafi skilað inn greiðslumiða. ég var eins og spurningamerki í framan, enda búin að skila inn djöfulsins miðanum fyrir mörgum dögum. hún sagði mér að fara til rsk (ég nenni ekki að skrifa oftar ríkisskattstjóra og nota því hér eftir þessa styttingu) sem ég og gerði. sú sem þar stóð vaktina sagðist lítið geta gert fyrir mig, hún gæti ekki séð þetta í tölvunni af því að þetta væri bara á prenti (ha, er ekki 2013? spurning um að fylgja tækninni krakkar mínir kærir og skanna inn skjöl?). hún bætti samt við að deginum áður hefði farið sending til lín og því væri miðinn minn farinn og ætti bara eftir að dúkka upp á borð þar.

svo ég beið meira. og gafst aftur upp og fór aftur til lín. miðinn var enn ófundinn, en það átti að vinna úr sendingu á næstu dögum. minn miði var örugglega þar á meðal. 

svo ég beið og fékk ítrekun vegna greiðslumiðans í tölvupósti. það var 12. júní! ég sendi þeim fremur harðort en kurteist bréf til baka, ég var ekkert dónaleg eða blótandi, bara snubbót. svarið sem ég fékk var "sjóðurinn á að fá upplýsingar frá skattinum í lok júní mánaðar þá hlýtur staðfesting um leigugreiðslur að berast fyrir þig."

svo kom lok júní og ekkert gerðist. ég hringdi þá í rsk sem staðfesti skil mín á greiðslumiðanum. (veit ekki hvað gerðist í millitíðinni, en strákurinn í þjónustuverinu gat séð það í tölvu þó svo að miðinn væri á prenti. kannski skannaði stelpan þetta inn eftir að ég benti henni á hversu sniðugt það gæti verið). þessi ljúfi strákur sendi að sama skapi tölvupóst á lín þar sem hann staðfesti miðaskilin og sagði mér að ýta eftir þessu, þau væru löngu búin að senda miðann frá sér og stíflan væri því þeirra. ef allt færi í rugl gæti ég komið og fengið afrit... (takk stelpa sem hefði getað gefið mér það í hinni ferðinni). 
ég hringdi strax til lín og hið klassíska "við getum ekki séð að þú sért búin að skila miðanum" var svarið sem ég fékk. í framhaldið kom svo það allra undarlegasta sem ég hef heyrt. ég tjáði  henni það að rsk hefði sent staðfestingu fyrir mig með tölvupósti sem hún gæti flett  upp. email tekur jú bara 5 sekúndur að fara á milli staða, ekki 5 mánuði eins og blaðsneplarnir virðast gera! hún sagði að það gæti tekið svolítinn tíma að vinna úr því þar sem að það þyrfti að skanna inn öll email og senda rétta deild. uuu... afsakaðu mig, skanna inn email!? er það ekki bara mesta bull á jörðinni? email er nú þegar í tölvunni... skannar maður ekki bara inn útprentað stöff, eins og ég kenndi þeim hjá rsk að gera? (já, ég kenndi þeim það).
þarna var mér allavega nóg boðið og við flóki löbbuðum á skrifstofu rsk, fengum afrit af miðanum mínum sem ég labbaði svo með á skrifstofu lín. þar horfði ég á konu stimpla hann, fara með í eitthvað hólf (greiðslumiðahólfið örugglega) og segja "þetta verður komið á morgun, ég skal sjá til þess".

til  hamingju ef þú ert enn að lesa. ég nenni ekki einu sinni að lesa þetta yfir til að laga stafsetningu!

þetta var í síðustu viku. 
í gær fór ég enn eina ferðina á skrifstofu lín (hjúkk að ég bý rétt hjá).
fyrst átti ég lítið samtal við konuna í afgreiðslunni og hún sagði "þú ert ekki búin að skila inn greiðslumiða" og þegar hún sá neistana sem flugu úr augunum á mér þá kallaði hún til ráðgjafa. ráðgjafinn fór með mig inn í viðtalsherbergi, tók niður kennitöluna mína og sagði "þú ert ekki búin að skila inn greiðslumiða" en hún bætti líka við "og svo ertu skráð í foreldrahús". 
þá upphófst miklar kappræður þar sem ég benti henni á tvöföld miðaskil mín og trilljón ferðir, sagði henni að foreldrar mínir ættu heima á akureyri og ég hefði flutt frá þeim fyrir sirka sjö árum og fullvissaði hana um að þau væru ekki flutt inn til mín í húsið á horninu, þó ég myndi glöð vilja hafa þau hjá mér. fast forward þá fannst afritið af greiðslumiðanum mínum (held hún hafi ekki kíkt í greiðslumiðahólfið þegar hún byrjaði að leita) og ástæðan fyrir því að ég var skyndilega skráð í foreldrahús var sú að sama dag og ég kom með afritið af miðanum til lín voru allir þeir sem ekki höfðu skilað inn gögnum sjálfkrafa skráðir til mömmu og pabba. kviss, bamm og nú. það gerðist bara áður en þær náðu að haka í "hún er búin að skila greiðslumiðanum". allt saman frekar óheppilegt eins og ráðgjafinn orðaði það.

í dag fékk ég námslánin mín, aðeins 78 dögum eftir að síðasta prófi lauk.
sem betur fer var ég ekki með framfærslulán hjá bankanum, vextirnir væru orðnir töluverðir.
sem betur fer þarf ég ekki að framfleyta barni eða börnum.
sem betur fer er ég með vinnu og maðurinn minn líka.
hvað samt ef ég hefði verið einstæð móðir með þrjú börn og enga vinnu? ég væri dauð fyrir löngu síðan... úr hungri og bræði!

eitthvað þarf að laga, því að þetta kerfi virkar bersýnilega ekki. að einn miði geti týnst svona er mér óskiljanlegt. sérstaklega þar sem lín og rsk eru nágrannar og það væri örugglega hægt að búa til skutlu úr miðunum og kasta þeim þannig á milli. 
miðinn sem fannst í mínu tilfellið var afritið sem ég kom með sjálf, ekki upphaflegi greiðslumiðinn sem ég skilaði sómasamlega og brosandi á skrifstofu rsk fyrir hundrað árum. sá miði er enn ófundinn!

það þarf líka að laga þjónustuna hjá þessum stofnunum því það var bara ljúfi strákurinn í þjónustuverinu sem hjálpaði mér að einhverju ráði og aðeins einn starfsmaður hjá lín baðst afsökunar á mistökunum. eftir að hún gerði það sagði kollegi hennar mér að þetta gerðist á hverju ári, einhverjir greiðslumiðar týndust alltaf... í alvöru? getur einhver lagað tölvukerfið þeirra!

5 comments:

  1. Ég las þetta í gegn!! og HJÁLP hvað ég er þakklát að vera svo að segja laus við LÍN (utan við skrilljónirnar sem ég á eftir að borga þeim frá og með næsta ári..) jei!

    Þú ert hetja að nenna að standa í þessu án þess að grenja (geri ég ráð fyrir, þar sem það kom ekkert fram um tár í sögunni..) ;)

    ReplyDelete
    Replies
    1. ég hefði pottþétt grenjað ef bankinn hefði verið á öxlinni á mér að röfla út af framfærsluláni. hjúkket að það var ekki svoleiðis!

      Delete
  2. Vaaáá!
    Ég dáist líka að þér að hafa söguna svona á hreinu, maður er ekkert að reikna með svona þvælu í upphafi og þess vegna ekkert endilega að leggja ferilinn á minnið til að byrja með. Hef brennt mig á slíku.

    ReplyDelete
    Replies
    1. haha - vanalega hef ég ekkert á hreinu, en ég á eitthvað af tölvupóstum og sé í dagbókinni minni hvenær ég hef átt frí og þá farið á stúfana ;)

      Delete
  3. ó guð, þetta er nú meira bíó-ið! en í alvöru, ég veit ekki um einn aðila sem hefur komið syngjandi og brosandi út úr samskiptum við lín. því miður.
    áfram dagný!
    kv. hróðný.

    ReplyDelete