nú þegar ég á snjallsíma (ekki örvænta, þessi inngangur fer alveg að verða búinn) get ég tekið mikið af myndum yfir daginn, án nokkrurrar fyrirhafnar. and that i do! alveg fáranlegt hvernig maður getur látið... en okei!
þannig að (nú kemur pointið með skrifunum, inngangi er hér með lokið).
ég ákvað að hjálpa framtíðar-mér, sem á eftir að gleyma öllu því sem ég hef verið að gera og dokumentera dæmigerðan döll skólamánudag, á síðustu önn BA námsins.
hér kemur því mánudagur í myndum!
ræs 7:32! það erfiðasta sem ég geri er að vakna. hefur aðeins lagast með tilkomu lampans góða, en samt er það erfitt og ég er alltaf með sand í augunum. verð.að.fara.fyrr.að.sofa!
labb með hundi. (þessi mynd er samt smá svindl, því ég tók hana fyrir nokkrum dögum í birtu. morgunlabbið er þessa dagana tekið í myrkri, en þá sést flóki ekkert á kameru). mikið sem ég elska það þegar daginn fer að lengja.
morgunmatur! það er verkaskpiting á heimilinu, sá sem fer ekki út með flóka gerir akkúrat þennan morgunmat, alla daga. við erum frekar mikið rútínufólk (sko eða ég. píni bara sjonna til að vera með í því).
skóli, BA ritgerð, reyna að vera heilsusamleg og drekka smoothie og sleppti því að hafa nammið sem ég keypti með kaffinu með á myndinni.
heim og gera næsta verkefni, í löggjöf.
diiiiinnnneeer!
kaffisopi með þessum hunangsbirni, sem er ekki svona alvarlegur og hann virðist á þessari mynd. hann er alveg hellings fun og ég er obbossis skotin í honum!
á mánudögum eru kóræfingar. jibbíhó! það var sirka það eina skemmtilega sem gerðist í gær. vá hvað þessi dagur var í alvöru einhæfur og leiðinlegur. ég er farin að sjá mikið eftir þessu bloggi...
ponsulítið suits fyrir svefninn.
...
það er náttúrlega eitthvað að.
var ég í alvöru að skrifa þetta og setja á netið?
svona er þetta bara. dyggir lesendur verða að bara að ganga í gegnum hæðir og lægðir með mér.
Já, það eru hægðir og lægðir í þessu öllu saman... :P
ReplyDeleteÞú ert æði
ReplyDeletehaha, þú ert ágæt Dagný! :-D Ég fór að spá hvernig samsvarandi blogg fyrir síðusta ár myndi líta út hjá mér. Á því væru, mjög einhæft myndir af:: ræsi eins snemma og mögulegt er og oftast kl 6, hafragrautur og kaffibolli, tölvuskjár, hrökkbrauð og kaffi, tölvuskjár og kaffi, hádegismatur, tölvuskjár og kaffi, yoga dýna og lóð á stofugólfinu (svona ef orkan hefur verið í hámarki), beygla með kotasælu og próteinsjeik, tölvuskjár, kvöldmatur, tölvuskjár, svefn um eða eftir miðnætti.
ReplyDeleteÞetta var skemmtilegt blogg :)
fyrsta myndin er náttúrulega brill!!
ReplyDeleteog er þetta vikivaki Halldórs Laxness? "ríður ríður hoffman?
Það er alltaf gaman að flygjast með bloggunum þínum :) kv. Ragnheiður
ReplyDeleteÞetta var skemmtilegt blogg1 Mér líður eins og ég sé ennþá í heimsókn. (Djöf. er ég samt fegin að þú fékkst ekki þessa flugu í höfuðið á meðan ég var í heimsókn)
ReplyDeleteLít ég ekki pínu (eða kannski miklu meira en pínu) út fyrir að vera ekki alveg heil miðað við þessa lýsingu? Eða hafa allavega ekkert að gera í mínu eigin lífi?
ReplyDeleteEn allavega þá náði ég engan veginn hvernig þú gast aldrei munað vaktaplanið þitt lengra en til næsta dags :)
Vona samt að þú hættir ekki að hafa samband þó að þetta tæknitól sé búið að leysa mig af.
Og mér líkar afar vel að fá svona nákvæma útlistun af deginum þínum!
Kv. Inga Vala
VÁVSA! þið eruð nú meiri krúttin. takk fyrir kommentin.
ReplyDeleteþetta er jóhannes úr kötlum vikivaki... lag eftir valgeir guðjónsson.
Yndislegt, alveg hreint! Kann vel að meta myndina þar sem þú ert nývöknuð.
ReplyDelete:**
Deleteþað er gott að þú kannt að meta hana, langerfiðust að framkvæmd. enda enn með lokuð augun á henni!