Tuesday, January 29, 2013

ég tek svona smávægileg maníutímabil af og til. einu sinni ætlaði ég til dæmis að verða bítboxari og æfði mig stíft (sem betur fer bara í nokkra daga. það var bæði mjög erfitt að æfa og svo fékk ég hræðilegan hausverk af því). svo langaði mig að vera djúsgerðakona og gerði ekkert nema búa til einhverja drykki handa mér og sjonna. það gekk líka frekar hratt yfir, enda á ég enga djúsvél og sumt bara var ekki hægt að gera í blandara. eitthvað af drykkjunum endaði þess vegna ekki aaaalveg eins og þeir áttu að vera... en það er nú önnur saga. svo tók ég daga þar sem mig langaði að vera eins og stjörnurnar í hollywood og ég fór bara endalaust (okei, nokkur skipti) í pilates. þetta er svona svipað og þegar mig langaði að vera aktív og fit eins og svo margir og fór að reyna að hlaupa voða mikið í haust. það gekk heldur ekkert sérlega vel og ég gafst fljótlega upp á þeim bransa, enda leiðinlegra en allt!
nú hef ég startað nýrri maníu og það er súpugerð, sem er örugglega besta tímabilið hingað til. það er fljótlegt, ódýrt, auðvelt og gaman að gera súpur. þær heppnast líka allar voða vel, sko bragðlega séð, en ég þarf aðeins að æfa mig að láta þær líta betur út!
mér finnst líka svo gaman að gera súpur sem verða fallegar á litinn (ég reyndar elska súpur og hef alltaf gert!). ég ætla að gefa ykkur dæmi af því hvernig síðustu skammtar hafa verið. allt svo skært og fallegt.
hér má sjá paprikusúpu. hún var reyndar svona mesta brasið, af því að það þurfti að hita paprikurnar og leggja aðeins til hliðar, pilla svo húðin af (sem var BRAS) og voða kúnstir... en hún var voðalega skær og fín á litin!
brokkolísúpa var næst og ég var mest spennt yfir henni, bæði af því að ég var svo æst yfir því að sjá hvernig hún yrði á litinn og svo líka af því að mér finnst brokkolí fáranlega gott. hér má samt alveg bæta útfærsluna. ætlaði að skreyta með svona bitum, en þeir mega greinilega ekki vera risastórir því þá bara fara þeir á kaf. þetta allavega leit töluvert betur út á myndinni sem fylgdi uppskriftinni, enda bara svona stráð yfir. man það næst.
í gær gerði ég svo tómatsúpu með basilikku. NAMM! af þessum þremur fannst mér hún best, enda forfallin basilikkufíkill. þarna mátti ég líka aðeins vanda mig betur með skrautið, það kemur ekki vel út að kaffæra svona laufi í súpu... less is more, eða eitthvað þannig. 

eini mínusinn við þetta er að súpurnar virðast oftast vera í matinn á mánudögum, sem þýðir að ég kem alltaf lyktandi eins og laukur á kóræfingu. sollý!

ef þið lumið á djúsí uppskrift, sendiði mér!
sjáum svo hvað þetta tímabil endist. ef þið drollið við að deila uppskriftum þá gæti það verið um seinan. þá kannski er ég farin að hekla dúllur eða eitthvað.

6 comments:

  1. gerðu bara einsog ines, settu bara kóríander út í allt og voilá! getur svo bara sett matarlit til að fá mismunandi liti?

    ReplyDelete
    Replies
    1. hah! toppnæs plan.
      skil stundum ekki af hverj ines gaf ekki út kokkabók. kannski er hún búin að því?

      Delete
  2. Ég elska gulrótarsúpur. Sirka með þessu innihaldi: engifer,gulrætur, hvítlaukur, kóríander, chili og svo hinn bráðnauðsynlegi töfrasproti. Verður fallega appelsínugul ;)

    ReplyDelete
    Replies
    1. almáttugur hvað þetta hljómar vel. ég ætla að prófa í kvöld!

      Delete
  3. Haha þú ert svo skemmtilegur penni! Og vá hvað ég er sammála þér í þessum maníutímabilum.
    Annars líst mér vel á þessa súpugerð hjá þér og tómatsúpan hljómar fáránlega vel, ég vona að þú hafir prófað "forréttinn" sem samanstendur af tómötum, mozzarella og basiliku...þaaað er delish!

    ReplyDelete
    Replies
    1. okei sko - tómatar, mozzarella og basilika er náttúrlega blanda af öðrum heimi, svo gott er það!

      takk fyrir falleg orð :)

      Delete