mig langar þetta mjög, en ég er eins langt frá því að vera þessi týpa og hugsast getur. ég er í fyrsta lagi algjör b manneskja, sama hvað ég reyni og þykir það glatað, finnst fátt leiðinlegra en að hreyfa mig (ég held ég hafi klárað kvótann minn sem unglingur) og pæli allt of lítið í því hvað það er sem ég set ofan í mig.
ég er samt að vinna í þessu... eða svona. í skorpum allavega.
um daginn ákvað ég til dæmis að reyna að borða allavega eitt mjög hollt yfir daginn, og ég vissi að ég átti spínta inni í ísskáp... ég veit líka að það á að vera mjög mjög hollt og gott.
blíng! hugmyndin varð til.
ég ákvað að búa mér til grænan djús úr þessu spínati. það sem var svona heldur verra var að ég vissi ekkert hvað væri gott að hafa með þessu grænfóðri. því tók ég bara hitt og þetta úr ísskápnum og skellti því með í blandarann.
í þetta fór því
-góð lúka af spínati. því meira, því betra.
-vænn biti af vatnsmelónu.
-hálfur banani.
-nokkur frosin vínber sem ég fann í frystinum.
-gúrka sem lá undir skemmdum, góð slumma.
-tæplega hálf sítróna, kreist út í.
-2 ísmolar og smá vatn.
það getur vel verið að eitthvað fleira hafi farið þarna ofaní, ég man það bara ekki. langar næst að setja engifer, því jú það er það besta sem ég fæ!
blandi blandi blandi...
og úr varð mesti viðbjóður sem ég hef séð! hvað er þetta?! oj hvað þetta er ógirnilegt (hugsaði ég með mér).
en það var ekkert hægt að hætta þarna og þessu fljótandi grænfóðri var hellt í glas. með froðu á toppnum og lofbólum inn á milli. algjörlega eins ósjarmerandi og það verður. og lyktaði smá eins og gras... svo smakkaði ég.
...
sver það, ég æpti smávegis! þetta var sjúkt gott! svo alveg absúrd gott, sérstaklega af því að þetta kom mér svo bilað á óvart. ég gaf sjonna meira að segja smakk og hann bara nammaði (sem er að segja svona "namm").
ég mana ykkur til að prófa. (þið sem hafið aldrei prófað. ég veit að ég er svo 3 árum á eftir í þessari bylgju).
p.s. engar áhyggjur, þetta er ekki orðið matarblogg. ég er búin að segja ykkur frá öllu sem ég kann að elda eða mixa eða baka.
Já! Þessir sjeikar eru nefninlega sjúklega góðir og manni líður mun betur og sleppur við eftirmiðdagsslenið góðkunna, win win =)
ReplyDeleteþetta er bara eins og eitthvað meðal.
Deleteég er í alvöru amazed yfir þessu. hah!
Prófaðu:
ReplyDelete1 stórt avakadó
góð lúka frosin ananas
1 banani
dash af appelsínusafa (alveg svolítið stórt dash sko, eins mikið og þú þarf til að drykkurinn verði nógu þunnur til að drekka)
vænn biti af engifer
Góð lúka spínat (það er best að blanda allt nema spínatið fyrst og bæta því svo við og blanda það ekki of lengi...þá kemur stundum svona beikst bragð af því...)
....þetta er sjúúúklega gott og svo rooosalega holt að það er eiginlega of mikið af því góða! :)
Kv.Sandra
nammnammnammm! ég verð að prófa þetta. allt sem þú nefndir er gott þannig að þetta bara getur ekki klikkað!
DeleteEins og talað úr mínum munni! En ég hef ekki enn þorað í engiferlausan spínatdrykk fyrr en ég las þetta. Næst á dagskrá, klárlega...
ReplyDeleteoh ég verð að fá mér grænan með engifer! njammnjamm.
Delete