Thursday, January 24, 2013

uuu, okei halló nútími sem ég á stundum svo ógeðslega erfitt með að sætta mig við. 
ég hef eina agnarsmáa spurningu...
hvenær varð það bara gert að meginreglu að hafa "ilm" í öllum tegundum dömubinda?! (sorrý viðkvæmir lesendur). en sko öllum, ekki bara litlum hluta af dömubindaframboðinu á íslandi. form, stærð, lögun, vængir, rakadrægni, merki... skiptir engu máli. öll dömubindi eru komin með lykt!

...

(nema kannski þessi eina tegund sem ég keypti í gær, en ég var líka heillengi að finna þau).

ef það er eitthvað sem ég vil ekki hafa í nærbuxunum mínum þegar að ég hef á klæðum þá er það sápu/blómailmur sem ég veit ekkert úr hverju er gerður eða hvað verður af honum. bara alls alls ekki!

um daginn sendi ég sigurjón í búðina til þess að kaupa þessar mánaðarlegu vörur og var ekki skemmt þegar hann kom heim með fullan poka af einhverju sem lyktaði eins og gólfsápa. þetta neyddist ég til þess að nota þar til ég gat skipt draslinu út fyrir lyktarlaust ladystuff. 

boðskapur: lesið vel á umbúðirnar á öllu því sem þið eruð að kaupa ykkur. nútíminn leynist alls staðar!
kveðja,
p.s. ég er ekki bara að skrifa þetta af því að ég er svo úrill, heldur til að hjálpa ykkur krakkar. hjálp til karlanna sem eru sendir út í búð svo þeir kaupi ekki vitlaust og fái þar með skammir í hattinn og hjálp til kvenna sem eruð á hraðferð og ætlið bara að grípa næsta pakka af dömubindum. ohh no no no!
svo er ég líka að vonast eftir starfi á bleikt.is ef ég verð með svona ráðleggingar öðru hvoru.

2 comments:

  1. Já ég þoli ekki svona lykt sem er af öllu!! Keypti í gær þvottaefni með lykt (í fyrsta skiptið held ég)til að nota á skítugu útihúsafötin. Keypti lítinn pakka, er ekki búin að opna hann en... ALLT HÚSIÐ angar!

    Svo hef ég oft verið að spá í öllu sem við notum á okkur sjálf og er með mismunandi lyktum: sturtusápa, sjampó, aðrar hárvörur, svitarollon, body lotion, þvottaefni og svo loks ilmvatn svo að það sé ekki vond lykt af manni.

    Bestu ilm-kveðjur úr Dalbotninum
    Inga Vala

    ReplyDelete
  2. Mikið er ég sammála þér! Ég lenti í þessu um daginn að bindin þau ilmuðu svo mikið að það var bara óþægilegt! Og til hvers þurfa þau að lykta??

    ReplyDelete