þetta með kórinn er kannski frekar handahófskennt en helga frænka dró mig með sér, ekki nauðuga samt og ég var alveg allsgáð og þannig. en mikið sem ég er ánægð með það framtak hennar. ég er titrandi spennt yfir þessu öllu saman, sigurjóni til mikillar kátínu. það sem er merkilegast við þetta er samt að ég hef bara einu sinni verið í kór og mig minnir að það hafi staðið yfir í alveg örfáa daga. sko teljandi á fingrum annarrar handar fáa. (mamma, mannstu þetta?). það sem er líka svolítið spes við þessa ákvörðun mína er að ég kann ekkert að lesa nótur og því síður veit ég hvaða rödd ég syng. flestir myndu telja þetta fremur krúsjal atriði, en ég ætla bara að vona að þetta komi með tímanum og nótnalesturinn sé mér bara í blóð borinn! fullt af tónlistarfólki í ættinni og svona.
að sjálfsögðu er ég farin að velta því fyrir mér hvernig við komum til með að vera dressaðar á vortónleikunum (stay tuned!). strax komin með nokkrar þrusugóðar hugmyndir sem ég ætla að bera á borð svona þegar líða fer á önnina og ég er farin að kynnast öðrum meðlimum kórsins.
okei hér er þessi elegant týpa með hárskraut og allt í stíl. ofboðslega sæt en kannski fullt þungt og mikið svona fyrir tónleika sem haldnir eru til að fagna vori.
þessi virkar á mig sem léttur og þægilegur, ekki of heitt og heftir mann ekki á nokkurn hátt. liturinn er toppnæs en ég hef smá áhyggjur af sniðinu, klæðir ekki alla nógu vel og gerir mörgum engan greiða.
okei, þessar komu upp við leitina. ég sé ekkert kórlegt hér á ferð, meira bara svona þrjár vinkonur á leið á „prom“. þær virðast engu að síður mjög svo sáttar og glaðar þannig að kannski að ég hafi þessa hugmynd á lofti. flott líka að hafa svona regnbogaþema!
að lokum datt svo svarið upp í hendurnar á mér, eins og með svo margt annað. hver vill ekki sjá flennistóran kvennakór með alla meðlimi klædda upp sem engla? ég bara spyr.
Hahaha! Við komumst greinilega ekki yfir að ræða þetta í hádeginu í dag, þvílík snilld. Þú átt eftir að standa þig vel í kórnum, eins og öðru.
ReplyDelete(e.s. hann er ekki búinn að senda mér...)
TOPPNÆS! Næs áhugamál, næs færsla og næs átfit. NÆS.
ReplyDeleteánægð með þig kona! Syngjandi Dagný hljóma vel
ReplyDeleteÉg er að koma í kórinn næsta mánudag. Sjitt hvað ég hlakka þess að vera í svona búningum :)
ReplyDeleteég vil vera engill! verða búningarnir mátaðir þegar ég mæti galvösk á mína fyrstu æfingu í næstu viku? á ég að vera í húðlituðum nælon undir buxunum mínum til öryggis?
ReplyDeleteHAHA! NEI DAGNÝ! Við erum í gellukór!!! Ekki amerískum sértrúasafnaðarkór! Sem betur fer ert þú ekki (ennþá) í búninganefnd! Ég hugsa að ég þurfi kannski að prenta þetta út svo ef þú ákveður að bjóða þig fram í búninganefnd þá get ég veifað þessu og argað "viljiði sjá hugmyndirnar hennar" haha En þrátt fyrir undarlegan smekk á tónleikakórbúningum þá dýrka ég samt að þú hafir ákveðið að koma í kórinn :) góð viðbót!
ReplyDelete