á mánudaginn mætti ég sumsé spræk á fyrsta ba-ritgerðar-fundinn minn. eftir tímann var ég svo yfir mig buguð og stressuð að ég taldi fatakaup vera það eina rétta í stöðunni. stefnulaust arkaði ég búð úr búð í kringlunni og reyndi hvað ég gat að finna eitthvað til þess að gleðja mig. það mission reyndist erfiðara en það hljómar því ég er ekki mikil útsölumanneskja í eðli mínu. mér finnst oftast of mikið um að vera og fólksfjöldinn yfirþyrmandi, tónlistin finnst mér oftast allt of hávær og fötin svo mörg og hrúgurnar svo stórar að ég veit aldrei hvar ég á að byrja. útsölur eru held ég allt of kaotískar fyrir kassalaga persónur og reglupésa eins og mig.
það er þó alltaf gaman að ramba á góða hluti á spottprís og "spara" þannig nokkrar krónur og það var akkúrat það sem gerðist, lukkunnar pamfíll sem ég er.
þennan blazer/tuxedo jakka sá ég snemma í haust og tók andköf, mig langaði svo í hann. það voru 2 ástæður fyrir því að ég keypti hann alls ekki þá.
a) hann kostaði nærri 19 þúsund
b) ég hélt því statt og stöðugt fram að ég væri komin með leið á blazer jökkum (þrátt fyrir að hafa bara átt einn, sem var keyptur á slikk hjá rauða krossinum fyrir 8 árum), enda búnir að vera í tísku lengi og ég nennti ekki að fá mér þannig.
a) hann kostaði nærri 19 þúsund
b) ég hélt því statt og stöðugt fram að ég væri komin með leið á blazer jökkum (þrátt fyrir að hafa bara átt einn, sem var keyptur á slikk hjá rauða krossinum fyrir 8 árum), enda búnir að vera í tísku lengi og ég nennti ekki að fá mér þannig.
í október sá ég svo skrattans jakkann aftur, þá á 15 þúsund. mátaði hann að sjálfsögðu aftur en þrjóskan tók völd og ég skildi hann bara eftir á slánni. en hvað haldiði? nú arka ég inn í kringluna í öngum mínum á mánudaginn var og er ekki gersemin á klikkaðri útsölu og falur fyrir nokkra þúsundkalla.
nú á ég þennan fína fína jakka með leðri og allt og "græddi" í rauninni fullt af pening! (reyndar hélt ég áfram að kaupa og fann pils, ekki á útsölu, og bók, ekki á útsölu, sem mér fannst nauðsynlegt að taka með mér heima líka. en það þarf ekkert að fylgja sögunni).
nú má bara fara að vora og hætta að rigna svo ég geti notað tuxedo-inn minn.
félagsráðgjafi í tuxedo, það er eitthvað.
Oooh...Dolli, ég er svo stolt af þér!
ReplyDeleteaawsa! takk elli minn. þú ert líka fyrirmyndin ;)
DeleteFyrirmyndin í nísku og sparnaði, that's me!
ReplyDeletehahah! nei api. fyrirmynd sem námsmaður.
Delete