Wednesday, January 2, 2013

ó þið þekkið mig. mér hafa alltaf þótt áramótin skemmtilegri en jólin, af ótalmörgum ástæðum. undanfarið hef ég samt verið að tengjast jólunum meira og meira. til að mynda þóttu mér jólaljósin í fyrsta sinn ekki ömurleg þetta árið - ég hlakkaði bara til að hengja þau upp og skoða í annarra manna glugga. vanalega hefur mér alltaf þótt þessar skreytingar frekar niðurdrepandi, sérstaklega ef þær eru blikkandi eða illa upp settar. ég held hreinlega að þetta sé þroskamerki (og að sólarupprásalampinn sem mamma gaf mér sé að virka og ég þess vegna ekki að væla yfir mig af þunglyndi).
en áramótin er alltaf skemmtileg! það er svo gaman að líta yfir farinn veg, rifja upp fyndin atvik og átakanleg, rýna í pólitík liðinna mánaða, skoða hvaða lög voru mest spiluð og kjósa alls konar fólk ársins. 

nú verður stokkið hratt yfir ár íbúa hússins á horninu. 
þar ber fyrst að nefna útskrift sigurjóns í lok janúar þar sem hann nældi sér í byggingafræðititilinn. kjartan litli var hjá okkur á lokasprettinum og sátu þeir félagar sveittir í stofunni að læra, nánast allan sólahringinn. að sjálfsögðu stóðu þeir sig báðir með stakri prýði!
í febrúar fórum við norður í árlegt þorrablót fjölskyldunnar. þar spila bræður mömmu og afi live músík og þykir þetta hin besta skemmtun og mikil veisla. eins og vera ber var líka dansað af mikilli innlifun.
seinna þennan sama mánuð gerðist svo undur og stórmerki, næstum því merkilegra en gráðan hans sjonna! FLÓKI MÆTTI Í HÚSIÐ Á HORNINU! sætari hvolp hef ég náttúrlega ekki hitt. sjá þennan dúllubangsa.
mars og apríl eru svo frekar ómerkilegir, fyrir utan það að foreldrar mínir eiga þá afmæli... en hvað um það. við eyddum páskunum í reykjavík og elduðum eitthvað innbakað rugl, mjög svo gott og settum hatt á flóka af því að hann er uppáhaldið okkar.
í maí fékk ég nóg af hárinu á mér og klippti á mig fermingjadrengjakolla. (vá hvað þetta ár er viðburðasnautt!)
í júní fóru svo hlutirnir að gerast og við skröltum af stað í fyrstu útilegu sumarsins. í góðra vina hópi héldum við að seljalandsfossi og tjölduðum þar í töluverðu roki en mikilli sól. daginn eftir fundum við svo góða laut í haukadal og láum þar eins og hrúgur í sólbaði. seinna sama mánuð átti sjonni afmæli, við fórum á ískalda þjórshátíð, héldum kosningavöku sem endaði í miðbænum þar sem þóra var kysst í bak og fyrir... hehemm...
júlí er minn mánuður því þá á ég afmæli (og ég eignaðist snjallsíma. jibbí og já það er sko eitthvað til að ræða). viktoría, arna dís og elías bökuðu fyrir mig afmælistertu og ég fékk að drekka úr afmælisglasi hjá þeim og svo héldum við á tónleika á miklatúni um kvöldið. frekar ljúft allt saman!
stóru hlutirnir gerðust síðar í júúúlííí.
yndislegu vinir mínir, kristín og ottó giftu sig og frúin var að sjálfsögðu gæsuð fyrir þann tíma. eins og við var að búast var veislan hin glæsilegasta. borðin svignuðu undan veitingum og víni og eftir miðnæti voru afar fá glös í notkun, en í staðin gengu flöskurnar á milli manna í risastórum danshring sem myndast hafði á gólfinu.
ágúst var reyndar fremur döll. töluvert um næturvaktir í vinnunni og því aðeins minna um gleði, glens, kaffi og grín með vinum. meira bara svona sof. ég reyndi samt að taka mig á og reyndi að fara reglulega út að hlaupa. eftir að ég náði 6 km. takmarki mínu þá hætti ég - fannst þetta allt of leiðinlegt og tímasóun þar að auki. fannst ég ekkert léttast eða líta betur út og enn síður fann ég mun á þolinu. síðan þá hef ég ekki hreyft mig, nema til að labba út á subway og kaupa mér mat. ég ætla að reyna að laga þetta á komandi ári (eins og alltaf). verð bara að finna mér hreyfingu sem ég hef gaman af - eftir að ég hætti í frjálsum þá hef ég ekkert fundið sem hentar mér!

venju samkvæmt hófst skólinn í september, flóka til mikillar mæðu. heimanám er ekki honum að skapi (frekar en mér svo sem) og gerði hann í því að vera uppáþrengjandi. þetta gekk þó allt eins og í sögu og enn sem komið er hafa einkunnirnar verið hinar ágætustu og flóki er enn sæll og glaður og á lífi.
ég fór líka í fyrsta sinn á októberfest í háskólanum og varð ekki fyrir vonbrigðum þar! blómfríður litla, eða erla rán, hélt á vit ævintýranna og fór til LA sem au pair. hún kom við í borginni til að kveðja stóru og gera hann ponsu meira abbó. það gekk alveg eftir bókinni og fraukan varð græn í framan þegar kom að kveðjustund.


í október og nóvember gerðist nú ekki margt merkilegt - ég vann töluvert mikið og sigurjón líka auk þess sem að mikið var um verkefni og skil í skólanum. nefið var því mest ofan í skruddum og ekki frá mörgu að segja.

í desember komu svo próf og allt það sem þeim fylgir. sigurjón byrkaði líka í nýrri vinnu á arkitektastofu í nágrenni við hraunteig. það er allt hið besta mál.
jólin voru í huggulegri kantinum þetta árið, haldin með góðum vinum og þann 29. fór ég norður í mömmu og pabbahús til að eyða áramótunum með fjölskyldunni. helga litla lucie var með og allt var brilliant þar til ég fékk magapest. hún er nú að líða hjá, 7 - 9 - 13. að sjálfsögðu var hattaþema á gamlárs og allir kátir. pabbi var í spánýrri jólarúllukragapeysu og hinu sígilda jólavesti sem amma prjónaði á hann. í ár náðum við að skrifa árið með stjörnuljósum (annað en í fyrra). því má þakka myndahæfileikum brósa míns.



gleðilegt ár til ykkar allra, kæru lesendur. megin gæfan fylgja ykkur og gleðin vera með í för. takk fyrir allt liðið, samveru, lestur, komment, faðmlög, huggun og pepp.
nýárskveðja,
dagný.

5 comments:

  1. Gleðilegt nýtt ár dúllurassinn minn...minntist ekkert á allar brjálæðislega skemmtilegu stundirnar með mér og Eddu múhahahahaha :D :*

    ReplyDelete
  2. haha nei dóra, þið voruð svo illar þegar ég setti inn lærdómsmyndina af ykkur að ég þorði því ekki!
    en október og nóvember eru sannarlega mánuðirnir sem ég tileinka ykkur ;)

    ReplyDelete
  3. Æði! Hahaha :D

    ReplyDelete
  4. Jey! Skemmtilegt - vestið hans pabba þíns er í sérstöku uppáhaldi!

    ReplyDelete
  5. Mér finnst alls ekki nógu mikið af mér á þessu ári. Þá er ég ekki að meina að mig hafi langaða sérstaklega að lesa um mig heldur að við hittumst ekki nóg á síðasta ári. Vonandi verðum við oftar á sama landshluta á nýja árinu.

    ReplyDelete