Sunday, September 23, 2012

þrátt fyrir að eiga bestu fjölskyldu í heiminum og gommu af yndislegum vinum, þá finnst mér svo gott að vera ein og í friði að þið trúið því ekki.
ég tek reyndar svolítið dramatísk tímabil hvað þetta snertir og kannski ögn róttækari en meðaljóninn, en þá daga nenni ég engu, ekki einu sinni kaffihúsi og köku. þegar ég er í þeim gírnum þá vil ég bara frið, ullarsokka og bók og allt ónæði fer bara hreinlega í taugarnar á mér. sama hver á í hlut og hvað afþreyingin sem boðið er uppá inniheldur... ég er bara fúl á móti og nenni varla að svara viðkomandi!
mér finnst þetta reyndar pínulítið leiðinlegt, þá aðallega fyrir þá sem að lenda í því að reyna að draga mig út á meðan ég læt svona, en ég vil heldur ekki breyta þessu. einveran fer mér voðalega vel. fólk er líka farið að læra svolítið inn á þetta.
en eftir því sem tækninni fleygir fram þá er alltaf auðveldara og auðveldara að koma sér í samband við fólk og finna út hvar það er hverju sinni. þetta gjörsamlega fríkar mig út og ég finn að nútíminn tekur ekkert tillit til þessarar persónuleikaröskunar minnar. eins mikið og ég elska snjallsímann minn þá fer hann líka í taugarnar á mér. hann gerir það að verkum að það er alltaf hægt að ná á mér. hringja - sms - email - facebook... þetta er allt í tækinu sem er alltaf í vasanum mínum! dropinn sem fyllti mælinn kom svo í fyrradag þegar ég setti upp nýtt kerfi í honum. með þessu nýja kerfi kom forrit sem heitir „find my friends“ og það gerir akkúrat það sem nafnið gefur til kynna. þú einfaldlega skráir þig og þá er bara hægt að finna hvar þú ert, hvenær sem er! (það er kannski ástæðulaust að taka það fram, en ég skráði mig ekki!).
ég hef því hugsað mér að taka upp gömlu símavenjur mínar, pre iphone. það felst einfaldlega í því að vera ekki alltaf með símann á mér og jafnvel hafa hann á silent þegar ég nenni ekki að fá meldingu um leið og ég fæ einhvers konar skilaboð. ég bara kíki á símann þegar ég nenni að sjá þær.

þetta, kæru vinir, var update fyrir ykkur. ekki láta ykkur bregða ef ég svara ekki strax - ég hreinlega nenni því ekki. 

Monday, September 17, 2012

það er þrennt sem ég vil tala um.
1) hvaða vespuæði er að eiga sér stað hér á landi íss og elda?! þetta er algjör fásinna og mér finnst mjög gáleysislega farið með þetta mál (og þá á ég við hvað foreldrar virðast bara rjúka út í búð til þess að kaupa vespu fyrir baby). ástandi er farið að minna mig á danmörku, þegar við bjuggum í gettóinu. þar var ekkert ungmenni töff nema eiga vespu og einn góðan hníf! þið getið rétt ímyndað ykkur sturlunina sem stundur var þar í gangi. 

mér finnst þetta vespurugl sem sagt gjörsamlega ó.þ.o.l.a.n.d.i!
þær vespur sem ekki fara hraðar en 25 km/klst eru í raun flokkuð sem reiðhjól - ekkert aldurstakmark er á þær og má bara keyra þær á göngu- og hjólastígum en ekki á götunni (það ég best veit). 
af hverju ekki að gefa krakkanum bara hjól?! hafa þau ekki bara gott af hreyfingunni?

ég veit ekki hversu oft ég hef næstum því verið keyrð niður af brjáluðum og hormónatjúlluðum unglingum þegar ég og flóki erum á okkar daglegu morgungöngu. 
oftar en ekki eru þau mörg saman og við vitum það öll að lítið mál er að dútla við gripinn þannig að hann fari hraðar en 25 km/klst.
GEEZ LOUISE!

2) ykkur er óhætt að lesa áfram. mér er runnin reiðin og þessi liður er mun skemmtilegri en þessi fyrsti. ég fann nefnilega aðra nýja seríu til að horfa á og hún er enn betri en ben&kate. þessi heitir the new normal og er brilliant! 

3) í dag skutlaði ég svo litlunni á vit ævintýranna. hún er að fara til LA, þar sem hún kemur til með að dvelja fram að jólum. ég reyndi hvað ég gat að halda kúlinu og klappa henni bara á kollinn. pínu erfitt þar sem litlan stóð bara stjörf með tár í augunum og rauðar kinnar og ég að drepast úr afbrýðissemi.
mikið sem ég hlakka til að fá myndir og sögur og skyperúnt. og vonandi mynd af kardashian systrum. (djók. samt ekki).

Monday, September 10, 2012

engar áhyggjur - skólarútínan er alveg komin í lag. 
þetta get ég sagt með 100% vissu af því að sjónvarpið er farið að spila meiri sess í lífi mínu en það ætti að gera og er það meðvituð ákvörðun sem ég tek til þess að eyða sem minnstum tíma í lærdóm. basic!

í dag horfði ég á fyrsta þáttinn af þessari nýju seríu og varð ekki fyrir vonbrigðum. ben&kate og eitt stykki sjúklega krúttlegt barn í veseni og látum. mæli með því að þið skoðið þetta.
svo ég læri nú örugglega lítið á morgun líka þá er ég að fara í smá bæjarsnatt. aðalverkefnið er að ná í jón í lit. það er þessi fína síðbúna afmælisgjöf (ég er ömurleg kærasta og skilaði gjöfinni (helmingnum) frá sjonna og fékk mér svona í staðin) sem fer beint á myndaveginn. voða voða fínt.

Wednesday, September 5, 2012

fyrsti í skóla var á mánudaginn og það má með sanni segja að fraukan hafi ekki alveg verið til í slaginn. rétt fyrir strætódeadline stóð ég á miðju forstofugólfinu með allt niður um mig. ég hafði ekki hugmynd um hvar skólataskan mín var og þar að auki fattaði ég að ég átti ég ekki neitt strætókort. ég varð því að laumast í nýja sparibaukinn (sjá mynd + útskýringu neðar á síðu) til þess að geta nýtt mér almenningssamgöngurnar. um leið og ég hlammaði mér í sætið í vagninum fattaði ég að fréttablaðið var ekki með í för, en vanalega gríp ég það með og les það í vagninu.
skólarútínan sem sagt smávegis off þennan daginn en það dróg ekkert úr gleðinni. gleðinni sem fylgir því að komast í skólann og fá að borða í HÁMU! 
dálæti mitt á hámu og allt sem við henni kemur nær ekki nokkurri átt. mér finnst þetta sjúklega næs búlla og ég elska súpurnar. og smurðu brauðin. og salötin. og djúsana. og bústin. og fröllurnar sem er hægt að fá í prófum. er hægt að biðja um meira?! þetta er allt svooo gott.sökum þessarar áráttu minnar fékk ég fallega og snotra afmælisgjöf frá frænku minni sem auðveldar mér að halda utan um hámueyðsluna, sem oft er meiri en góðu hófi gegnir. ég kynni því hér með stolti - heimagerða hámubaukinn!


ég fer aftur í skólann á morgun og finn að það verður allt annað líf. ég lærði af mistökunum. nú á ég strætómiða, kem til með að muna eftir dagblaðinu og hef fundið skólabakpokann góða (hann var bara uppi í skáp, á sínum stað. í panikkinu á mánudaginn var ég bara of æst til að fatta það). allt þetta er mjög jákvætt. til að bæta enn frekar á gleðina keypti ég mér svo skólaskó í dag.  voðavoða fína gönguskó sem koma til með að halda tánum þurrum og hlýjum (hugsanlega í fyrsta sinn sem þetta dúó á við hjá mér. ég er oft með þurrar tær en samt kalt (túttur) og stundum eru þær votar en samt ekkert of kaldar (loðskórnir með gatinu á)). get ekki beðið eftir því að nota þá!
fyrir utan allt þetta góða, þá eru fleiri hlutir sem benda til þess að ég sé tilbúinn í skólann. hin árlega "þaðerkominnseptember" frunsa mætti á svæðið í nótt. svæðið sitt* - hún kemur alltaf á sama stað og hún kom sko með látum. í gærkvöldi var ég bara með smá ónot en í morgun fann ég ekki fyrir vörinni. frunsan nær frá gómi og yfir alla vörina. það er mér líklega ekki til happs að vera frekar varastór þegar september gengur í garð. eins og staðan er núna er hún enn að stækka og mér er virkilega illt. skil ekki hvernig það getur endalaust bæst við hana þarna neðst.
mikið hlakka ég til þegar hún fer að verða að sári og gróa (NOT!).

...

fór og tók mynd og ákvað bara að sýna ykkur hana! finnst hún svo sjarmerandi stundvís alltaf.
*spurning til ykkar sem hafið eitthvað vit á svona. ég fékk fyrst frunsu fyrir tæpum sex árum síðan, þá mætti hún spræk á gamlárs akkúrat fyrir miðju á neðri vörina. síðan þá kemur hún reglulega og bara þar. er það alveg eðlileg? ég hef aldrei fengið svo mikið sem hint af frunsu á efri vörina (7-9-13). svör óskast.
jæja nóg af hangsi. ég ætla að kaupa mér ís - aðallega til þess að kæra vörina (eða svona... þið vitið).

Tuesday, September 4, 2012

eitt, tvö, þrjú - það varst þú!
lífið er nákvæmlega þannig, eins ógnvekjandi og það er. 
þótt skammarlegt sé að segja frá því þá er það ekki oft sem að ég tek þátt í fjöldasöfnun eða fjáröflunarátaki af einhverjum toga. ég veit ekkert af hverju, en vonandi lagast það samhliða því sem ég viðurkenni slugsháttinn og innkoma heimilissins eykst. 

þessi auglýsing gerði það þó að verkum að ég rauk út í hagkaup og keypti mér gloss. hún gjörsamlega tók mig heljartökum og mjúka litla röddin í lokin gerði útslagið. ég hvet ykkur til þess að gera slíkt hið sama. í ár er safnað fyrir börnum sem eru með sjaldgæfa, alvarlega og ólæknandi sjúkdóma.  

það er þó ekki bara hægt að leggja hönd á plóg með því að kaupa sér varagloss. nú eru líka til sölu snuð (sem eru þó í takmörkuðu magni) og svo er auðvitað alltaf hægt að leggja inn á reikninginn þeirra. allar upplýsingar er hægt að finna á http://www.aallravorum.is/


margt smátt gerir eitt stórt.
ætli ég þurfi ekki að læra að nota gloss eftir þetta. maður á ekkert dior sem bara hangir ofaní skúffu!