ég tek reyndar svolítið dramatísk tímabil hvað þetta snertir og kannski ögn róttækari en meðaljóninn, en þá daga nenni ég engu, ekki einu sinni kaffihúsi og köku. þegar ég er í þeim gírnum þá vil ég bara frið, ullarsokka og bók og allt ónæði fer bara hreinlega í taugarnar á mér. sama hver á í hlut og hvað afþreyingin sem boðið er uppá inniheldur... ég er bara fúl á móti og nenni varla að svara viðkomandi!
mér finnst þetta reyndar pínulítið leiðinlegt, þá aðallega fyrir þá sem að lenda í því að reyna að draga mig út á meðan ég læt svona, en ég vil heldur ekki breyta þessu. einveran fer mér voðalega vel. fólk er líka farið að læra svolítið inn á þetta.
en eftir því sem tækninni fleygir fram þá er alltaf auðveldara og auðveldara að koma sér í samband við fólk og finna út hvar það er hverju sinni. þetta gjörsamlega fríkar mig út og ég finn að nútíminn tekur ekkert tillit til þessarar persónuleikaröskunar minnar. eins mikið og ég elska snjallsímann minn þá fer hann líka í taugarnar á mér. hann gerir það að verkum að það er alltaf hægt að ná á mér. hringja - sms - email - facebook... þetta er allt í tækinu sem er alltaf í vasanum mínum! dropinn sem fyllti mælinn kom svo í fyrradag þegar ég setti upp nýtt kerfi í honum. með þessu nýja kerfi kom forrit sem heitir „find my friends“ og það gerir akkúrat það sem nafnið gefur til kynna. þú einfaldlega skráir þig og þá er bara hægt að finna hvar þú ert, hvenær sem er! (það er kannski ástæðulaust að taka það fram, en ég skráði mig ekki!).
ég hef því hugsað mér að taka upp gömlu símavenjur mínar, pre iphone. það felst einfaldlega í því að vera ekki alltaf með símann á mér og jafnvel hafa hann á silent þegar ég nenni ekki að fá meldingu um leið og ég fæ einhvers konar skilaboð. ég bara kíki á símann þegar ég nenni að sjá þær.
þetta, kæru vinir, var update fyrir ykkur. ekki láta ykkur bregða ef ég svara ekki strax - ég hreinlega nenni því ekki.