Monday, September 17, 2012

það er þrennt sem ég vil tala um.
1) hvaða vespuæði er að eiga sér stað hér á landi íss og elda?! þetta er algjör fásinna og mér finnst mjög gáleysislega farið með þetta mál (og þá á ég við hvað foreldrar virðast bara rjúka út í búð til þess að kaupa vespu fyrir baby). ástandi er farið að minna mig á danmörku, þegar við bjuggum í gettóinu. þar var ekkert ungmenni töff nema eiga vespu og einn góðan hníf! þið getið rétt ímyndað ykkur sturlunina sem stundur var þar í gangi. 

mér finnst þetta vespurugl sem sagt gjörsamlega ó.þ.o.l.a.n.d.i!
þær vespur sem ekki fara hraðar en 25 km/klst eru í raun flokkuð sem reiðhjól - ekkert aldurstakmark er á þær og má bara keyra þær á göngu- og hjólastígum en ekki á götunni (það ég best veit). 
af hverju ekki að gefa krakkanum bara hjól?! hafa þau ekki bara gott af hreyfingunni?

ég veit ekki hversu oft ég hef næstum því verið keyrð niður af brjáluðum og hormónatjúlluðum unglingum þegar ég og flóki erum á okkar daglegu morgungöngu. 
oftar en ekki eru þau mörg saman og við vitum það öll að lítið mál er að dútla við gripinn þannig að hann fari hraðar en 25 km/klst.
GEEZ LOUISE!

2) ykkur er óhætt að lesa áfram. mér er runnin reiðin og þessi liður er mun skemmtilegri en þessi fyrsti. ég fann nefnilega aðra nýja seríu til að horfa á og hún er enn betri en ben&kate. þessi heitir the new normal og er brilliant! 

3) í dag skutlaði ég svo litlunni á vit ævintýranna. hún er að fara til LA, þar sem hún kemur til með að dvelja fram að jólum. ég reyndi hvað ég gat að halda kúlinu og klappa henni bara á kollinn. pínu erfitt þar sem litlan stóð bara stjörf með tár í augunum og rauðar kinnar og ég að drepast úr afbrýðissemi.
mikið sem ég hlakka til að fá myndir og sögur og skyperúnt. og vonandi mynd af kardashian systrum. (djók. samt ekki).

7 comments:

  1. Liður eitt: hjartanlega sammála þér
    Liður tvö: gott
    Liður þrjú: bíð spennt eftir ferðasögunni. Litlan lofaði að búa til mjög lokaðan hóp á Fb til að við gætum fylgst með. Hún var ekki sérlega spennt fyrir að blogga!

    ReplyDelete
  2. Hmm, þetta var bara ég.
    Erla frænka, kann greinilga ekki vel á kommentakerfið. Líklega best að ég haldi bara áfram að hfa gaman af blogginu þínu í hljóði

    ReplyDelete
  3. Ok, nú er ég búin að læra þetta ;)

    ReplyDelete
  4. Jájájá takk fyrir að segja þetta með vespurnar, ég hélt ég væri kannski ein í að láta þetta fara í taugarnar á mér!! Og það sem mér finnst verst er að ævinlega þegar ég mæti börnum á þessum farartækjum þá eru það börn sem einmitt hefðu gott af því að ganga eða hjóla þar sem þau eru oftar en ekki alltof þung. Bara sorglegt!
    kv. DÝS

    ReplyDelete
  5. Haha eins og talað út úr mínum munni með þessar helv%$#" vespur!

    ReplyDelete
  6. sammála þér með vespurnar.. ég velti því fyrir mér hvort að foreldrar einmitt bara skjótist út í búð og versli eitt stykki handa barninu sínu - þetta er alveg amazing ástand.. og út frá trygginga-sjónarmiðinu (afþví að ég er nú svo mikið þannig..) þá erum við búin að vera í stöðugum vandræðum með tryggingar á þessum hjólum.. fjandans hjól :)

    ég tjekka á þessum þætti þarna.. var búin að heyra af honum - þ.e, að hann væri til, ekkert um hann sérstaklega - og mun hefja download við fyrsta tækifæra :)

    kv,
    Svanhildur

    ReplyDelete
  7. Respect and I have a dandy offer: How To Design House Renovation house renovation ideas interior

    ReplyDelete