en svo við snúum okkur aftur að þessu með hlaupið.
tvær æfingar búnar og ég er alveg að gefast upp þetta er svo leiðinlegt.
sú fyrri var án snjallsímaforrits en með hundi (í sínu fyrsta trimmi). ég hljóp, móð og másandi, eins langt og ég gat en gekk reyndar aðeins inn á milli. ástæðurnar voru tvær: flóki var alltaf að létta á sér og ég var að kafna. mér fannst ég samt sem áður vera á góðum spretti en sá fljótlega að það stóðst ekki þar sem að hvolpsgreyið við hliðina á mér náði að vera samferða mér með því einu að ganga rösklega. hann þurfti ekki einu sinni að hlaupa og lappirnar á honum eru svona 30 sentímetrar (reyndar fjórar en ekki tvær eins og mínar, en það gildir einu).
fljótlega neyddist ég til þess að fara bara heim á leið, þar sem ég var komin í andnauð. þar gerði ég fimm armbeygjur við mikil mótmæli hunds. hann skildi ekkert hvað gekk á enda aldrei á sinni ævi séð slíkar æfingar!
eftir afrekið og mont við sigurjón ákvað ég nú að kanna hvað spottinn hefði verið langur. í hjarta mínu var ég viss, þetta voru pottþétt svona 3 kílómetrar.
í stuttu máli sagt skal ég ekki treysta á hjartað þegar kemur að vegalendum þar sem að túrinn mældist aðeins 1400 metrar.
og ég svona þreytt.
góð byrjun! (NOT!)
í gær fórum við hins vegar í fyrsta snjallsímahlaupið. það munar miklu að vera með þjálfara í eyrunum og fá bara skipanir með jöfnu millibili. ég hljóp mun lengra (eins og það sé afrek) og var aðeins bjartsýnni en eftir fyrri ferð.
nú hefur markmið verið sett á blað og ég ætla mér að ná að fara 10 kílómetra. (ég man ekki alveg hvaða tímaramma við sigurjón settum á þetta - það kemur seinna).
eins og pabbi segir - hálfnað verk þá hafið er!
Semsagt 5 kílómetrar búnir! Er ekki bara sennilegast að Flóki hafi verið í einhvers konar laumuþjálfun?
ReplyDelete