Wednesday, August 1, 2012

oh það er svo margt sem ég þrái að eignast og gera. kræst.


mig langar svo að kaupa mér íbúð!
og þegar ég er búin að kaupa mér íbúð langar mig í svo margt fallegt í hana... til dæmis þetta ljós. þyrfti reyndar sérlega rúmgóða stofu með hátt til lofts, en ég læt bara sjonna smíða húsið og það vesen er þá úr sögunni. með því að fara þá leið get ég líka pantað walk in closet. (nei, þetta er ekki óraunhæft og frekjulegt tal).
mig langar líka óskaplega í akkúrat þetta gallavesti. með akkúrat þessum hauskúpum á.
reyndar langar mig líka að vera eins og stelpan sem klæðist vestinu... af augljósum ástæðum!
eins og staðan er í dag eigum við eins síma OG eins sófa þannig að ég er á réttri leið. þarf bara að fara í síló, safna hári, hætta að borða og láta lengja á mér leggina, búa til tískublogg, verða fræg og láta senda mér alls konar fína skó og föt og þá er þetta bara komið! 
skil ekki hvað ég er að væla stundum. hálfnað verk þá hafið er eins pabbi segir alltaf.

nú - þegar þetta allt er svo komið í hús (þetta nýja sem ég ætla að láta sigurjón teikna og gera) þá langar mig að panta mér sólarlandaferð með vinkonum mínum og liggja á ströndinni og lesa bók allann daginn (og kannski vera með kokteil við hliðina á mér).

en fyrst langar mig að komast í gott form. 
fyrsta skrefið er komið. ég hætti að borða óhollt í 3 vikur (sprakk þá og grét mig í svefn) en hef ákveðið að reyna að koma mataræðinu í eitthvað jafnvægi. sá það einn daginn, þegar klukkan var að ganga sex, að ég hafði ekkert borðað nema nammi, snakk og kók frá því að ég vaknaði. þá fékk ég nóg af sjálfri mér! (sérstaklega þar sem þessi dagur var ekkert einsdæmi).
en mig langar líka að reyna að hlaupa. það er það allra leiðinlegasta sem ég geri og ég hef ekki dropa af áhuga, en mig langar. til þess ákvað ég að nota nýju símagræjuna mína og ná mér í app (er ekki til eitthvað fallegra orð. snjallsímaforrit?) sem ég las mér til um fyrir nokkru. hvort það kemur til með að virka er þó ekki gott að segja. 

hér með hef ég ákveðið að segja ykkur bara hvort það tekst eða ekki. getur iphone látið mig hlaupa? (lengra en út í pylsuvagn). verð ég svona í laugardalnum í lok sumars? oojá krakkar. það held ég nú!

No comments:

Post a Comment