Monday, August 20, 2012

þetta eldlínutal og lof um reglulegar uppfærslur var kannski orðum ofaukið. hér er að minnsta kosti frekar lítið að gerast.
þrátt fyrir það hafa sex snjallsímaæfingar hafa bæst við frá síðustu skrifum og bæði fraukan og hundur eru farin að finna á sér örlítinn mun. samt aðallega hundurinn, mér finnst þetta enn mjög erfitt og gleðin er því miður frekar takmörkuð! það sem heldur mér gangandi er hressa röddin í eyrunum á mér sem segir mér hvað ég á að gera. sérstaklega gleður það mig þegar hún segir mér að æfingunni sé lokið. 
þetta fer þó allt skánandi og hef þrátt fyrir allt staðið mig að verki við það að hlakka til útihlaupsins. það er skref í rétta átt!
bráðum á mér eftir að finnast þetta gaman, svona þegar þetta fer að verða alvöru áskorun með tímatöku og fíneríi. ég kvíði því þó að sama skapi þegar æfingarnar fara að þyngjast og þegar það hugsanlega  kemur að því að ég ráði ekki við verkefnið. púha.

svo ætla ég að taka til baka síðustu hlaupamynd. ég er EKKERT eins og stelpan á þeirri mynd. hins vegar fann ég aðra sem minnir meira á mig.

1 comment:

  1. dugleg! ég væri reyndar til í að sjá þig einsog þessi gella, hún er frekar fyndin. get heldur ekki sagt að hin sé með góðan hlaupastíl þó fit hún sé.

    ReplyDelete