Tuesday, August 28, 2012

fyrir nokkrum dögum helltist yfir mig furðulega mikil vetrartilfinning, alveg þannig að hausinn á mér hélt virkilega að það væri desember! myrkrið fór beint inn í bein og ég skildi vel af hverju allir virtust vera svona skammdegisþreyttir (sem var alls ekki raunin, ég held að fólk hafi bara verið hresst og ég bara svona dramatísk. eins og svo oft áður). svo datt ég allt í einu aftur inn í ágúst. fríííkííí!
fyrsti skóladagurinn fer svo að bresta á og ég er að vinna í því að gíra hausinn upp. það felst meðal annars í því að hætta að horfa á youtube myndbönd og lesa skáldsögur daginn út og inn, en reyna í staðinn að finna efni í BA ritgerð. það gengur því miður ekki nógu vel og ég er smá að fríka út. hvernig fer fólk að þessu? af hverju er engin svona BA-skrif-þjónusta útí bæ?

það sem hins vegar róar mig í þessu BA-panikki mínu (sem er samt enn bara vægt, þannig að þið skuluð bara vara ykkur) eru þessi dásamlegu atriði.

a) ARION APPIÐ. það er sjúk snilld (þetta er ekki kaldhæðni). sem og auðvitað snjallsíminn minn, en það er nú svo augljóst að ég eyði ekki einu sinni tíma í það. það sem ég er orðin tæknivædd... jæja!
rjómaostur með hvítlauk. ég vildi að það væri til sjeik úr þessu.
brauð með svona og ólífum og basil og tómötum er bara eins og himnasending.
þessir þættir, sem ég var að uppgvöta. tók mig ekki langan tíma að fara í gegnum fyrstu seríuna og verða ógeðslega skotin í harvey (þessum til hægri). hann er ekkert dauðsætur í þáttunum en það er samt eitthvað við hann. voðalega mikið. þetta er maður með allt á hreinu (og hann er alltaf í suit!) og hann er alveg sætur.
hún leikur líka í þessum þáttum. sjáiði þetta andlit! um leið og ég panikka yfir lokaritgerðarskrifum þá bara skoða ég þetta fína fína andlit. sjá'ana!

æ flóki vill leika! 
bæ.

4 comments:

  1. í framhaldi af Suits: http://guysinsuits.tumblr.com/

    ReplyDelete
  2. Ohh ég er einmitt mun skotnari í Mike, eða aðallega þeim Rachel saman, herraminn. Ertu annars búin að horfa á The Newsroom, ég er húkkt á þeim þætti. Á ég annars ekki að vera að gefa þér tips um þætti núna þegar skólinn er að byrja? Kveða úr lesstofunni.

    ReplyDelete
  3. alla malla! sjáiði hann hér!!! http://25.media.tumblr.com/tumblr_m9fhbgZMgX1qmwe6ao1_1280.jpg
    en það er þó alls ekki þannig að mér finnist alltaf heitt að vera í jakkafötum. þvert á móti. stundum er það bara meiriháttar hallærislegt.

    já æj dúlli þau og rachel.
    sko já. ég er að horfa á newsroom og er einmitt alveg orðin háð. TIPS ERU VEL ÞEGIN! algjörlega.

    ReplyDelete
  4. Maður verður bara hálf hot'n'bothered að sjá þessa mynd, Dagný!
    Ég einmitt elska þessa þætti - alveg fyrir mig, þetta lögfræðidrama :)

    ReplyDelete