Tuesday, June 5, 2012

point taken - þetta pils féll ekki í kramið. allt í lagi þá!
reyndar er staðan í pilsmálum hússins á horninu ekki nógu góð, náði nefnilega ekki að fagna sumri með kaupum á einu slíku. því verður kippt í liðinn eins fljótt og hægt er.
fögnuður átti sér samt sem áður stað og það miklu betri. ég fór í útilegu um helgina með yndislegum vinum, barni (nei, ekki mínu) og hundi. tjölduðum við seljalandsfoss í blússandi roki og útihátíðarstemningu. þar var búið að skera botn úr tjaldi og eitthvað var um kappakstur á túninu... unglingarnir voru sem sagt í stuði, bara svona eins og gengur og gerist. menntaskólahútt eitthvað.
ellismellirnir og lúðarnir pökkuðu því saman í bítið og brunuðu upp í haukadal þar þeir komu sér fyrir í lítilli laut, með uppblásnar vindsængur, snakk og bjór. nú held ég að ég sé með sólarexem og freknunum fjölgaði töluvert. 


taaaalandi um sól! þvílíka blíðan sem er búin að vera hérna undanfarið. jédúddamía! mér leið á föstudaginn eins og ég væri í danmörku og gekk svo langt að draga fram viftuna, enda enginn trekkur í íbúðinni þannig að loftið stendur gjörsamlega í stað suma daga. (viftan var reyndar aðallega fyrir litla svarta lafmóða flóka sem vissi ekki hvað hann átti af sér að gera í hitanum. aumingja dýrið).
passiði ykkur samt að bera á ykkur vörn - öryggið á oddinn og allt það!
og gleðilegan sjómannadag, þá!




hér eru bílstjórinn, aðstoðarbílstjórinn og snakklegni farþeginn, sem tók myndina, á leiðinni heim. 

4 comments:

  1. Eg var svöl í gær með halsmen í sólinni. Nú er ég með menafar eins og þú. Gott með okkur....
    Takk fyrir unaðsútilegu og haukadalskel :*

    ReplyDelete
  2. ok ég vil fá mynd aftan frá ! hvernig getur ekki stærri Flóki náð svona upp á öxlina á Sigurjóni ? annars bara love í húsið á horninu.
    adjö

    ReplyDelete
  3. Hann er ábyggilega festur við öryggisbeltið með frönskum rennilás sýnist mér.

    ReplyDelete
  4. hálsmenafar er töff og láttu engan segja þér annað linda! :*

    haha - þrátt fyrir mjög góða hugmynd um franskan rennilás þá var það ekki tilfellið. málið var bara mikið dót í aftursætinu í stað skotts. þar var tjald og svefnpokar, koddar, töskur og búrið hans. með miklum tilfæringum og brasi kom flóki sér svona ferlega vel fyrir og gat þannig séð og leiðbeint! :)

    ég fatta samt ekki hver á 2 kommentið hér í röðinni og er að kafna úr forvitni. á að svala þorsta mínum?!

    ReplyDelete