þessi uppgvötun mín var þvílíkur endalaus blússandi léttir og næturvaktirnar eru nú orðnar töluvert glaðlegri ásamt því að blóðþrýstingurinn er kominn í samt lag (eða svona næstum). virkir morgnar eru nefnilega uppáhaldið mitt.
hvað bækurnar varðar þá hef ég allt í einu tekið upp þá taktík að vera með margar í gangi hverju sinni. ég veit ekkert af hverju en með þessu móti finnst mér ég vera að græða rosalegan tíma og get líka bara lesið sögu eftir því hvernig skapið og veðrið er. þetta er reyndar mjög hentugt upp á það að gera. ekki jafn hentugt að ferðast með þetta allt saman... en það verður að hafa það.
annars langaði mig bara að sýna ykkur nýjasta heimilistækið og líklega þann hlut sem kemur til með að fullkomna búskap hússins á horninu. (allavega í þessari íbúð, ég veit ekki stöðuna hjá nágrönnunum).
ég kynni hér með til sögunnar poppvélina sem ég hef ákveðið að kalla iðunni. megi hún færa okkur mikið af poppi, eftirspurnin á heimilinu er ekki eðlileg.
Þú ert dásamleg ;) hefði nú alveg getað verið búin að segja þér þetta með endurtekninguna á næturnar... sakna þess núna að vera ekki blómó og geta hlustað á virka morgna... ekkert svona gaman í Húsó sko. En annars til lukku með nýju vélina en af hverju Iðunn ? æ dúllurassinn þú ;) hehe Knús og kossar frá frænku og skæruliðanum ;)
ReplyDeletehehe - ég las einhvern tímann að iðunn þýddi sú sem endurnýjar þannig að mér fannst það nafn alveg kjörið! hér er alltaf til nýtt popp.
Delete