en þetta fyrirkomulag er samt ekki
alslæmt, þvert á móti. það er nefnilega margt hægt að brasa í skjóli nætur, á
meðan flestir sofa á sínu græna eyra. fyrir utan það að hlusta á útvarpið og
lesa hef ég svalað kaupþorsta mínum með því að skoða búðir á internetinu. (það
er svölun sem beita þarf þegar pyngjan er létt. alvöru kaup eru að sjálfsögðu
ákjósanlegri í svölun og að öllu miklu miklu skemmtilegri, en svoleiðis kemur bara með haustinu).
það sem mig langar mest að eignast þessa dagana er bakpoki. þeir virðast vera voðalega mikið í tísku og því ætti þetta mission að vera
auðvelt. bakpokar eru á allan
hátt betra fyrirbæri en hliðartöskur eða þær sem hanga á framhandlegg, ég hef
alveg reynt að pæjast þannig, en það floppar oftast á fyrsta degi.
ég á einn eldgamlan fjällräven sem
fer alveg að slitna í sundur og þarf því sárlega að finna nýjann til að fylla
skarðið.
lítum á það sem til er!
þessi finnst mér samt fallegri drapplitaður, ég get bara ekki sýnt ykkur hann. urban outfitters bannar mér það!
mætti vera nokkrum tónum minna bleikur... en jæja.
ég væri nú SVOLÍTIÐ fín með marc jacobs á bakinu. bara smá!
það er til ógrynnin öll af fínum pokum og ég gæti endalaust sett inn myndir, en ég ætla ekki að gera það. það yrði bara leiðigjarnt. þið fenguð allavega smjörþefinn af því sem ég hef séð og skoðað... vandamálið er að ég veit ekki hver selur helminginn af þessum pokum, ég man ekkert hvar ég fann þá!
jæja - best að byrja þá bara upp á nýtt.
ég held að félagar matarklúbbsins Einar ættu allir að fjárfesta í svona fínum marc jacobs töskum! sammó?
ReplyDeleteJÁ! sammála! í staðin fyrir svuntur?
ReplyDeletealveg er ég sammála þér með bakpokana-skemmtilegt 90's trend sem er að gera comeback. og hversu fallgur er hann Marc vinur okkar? eða pokinn frá honum!
ReplyDeletekv
Adda Soffía