Thursday, June 14, 2012

eftir því sem líður á vikuna hef ég orðið grárri í framan og augun þrútna dag frá degi (og það er ekki bara út af ofnæmi). næturvaktirnar eru erfiðari en mig grunaði og ég tek hattinn ofan fyrir fólki sem vinnur svona alla jafna. ég er fyrir löngu búin að tapa tímaskyninu og hef ekki minnstu hugmynd um það hvaða dagur er, í alvöru talað. nóttin er ekki lengur til og vikan virðist þess vegna bara vera einn langur sólahringur. síðasta vaktin er næstu nótt og svo tekur við helgarfrí og það af lengri gerðinni. óskaplega sem það verður gott og ég er strax farin að ákveðna hversu lengi ég ætla að sofa út og hvað ég ætla að borða í hádegismat. (þessi aukna dramatík er svo vonandi bara hluti af því að vera svefndrukkin... hún var nú alveg til staðar fyrir og það í þokkalegu magni og því ekki á hana bætandi!) það er nefninlega lítið hægt að sofa þegar heim er komið þar sem að verið er að gera garðinn í húsinu á horninu nýjan og fínan. það fylgir því hávaði að rífa niður tré og girðingar og ekki bætti úr skák að í gær (held ég) voru allir gluggakarmar pússaðir og málaðir. 

en þetta fyrirkomulag er samt ekki alslæmt, þvert á móti. það er nefnilega margt hægt að brasa í skjóli nætur, á meðan flestir sofa á sínu græna eyra. fyrir utan það að hlusta á útvarpið og lesa hef ég svalað kaupþorsta mínum með því að skoða búðir á internetinu. (það er svölun sem beita þarf þegar pyngjan er létt. alvöru kaup eru að sjálfsögðu ákjósanlegri í svölun og að öllu miklu miklu skemmtilegri, en svoleiðis kemur bara með haustinu). 
það sem mig langar mest að eignast þessa dagana er bakpoki. þeir virðast vera voðalega mikið í tísku og því ætti þetta mission að vera auðvelt. bakpokar eru á allan hátt betra fyrirbæri en hliðartöskur eða þær sem hanga á framhandlegg, ég hef alveg reynt að pæjast þannig, en það floppar oftast á fyrsta degi.
ég á einn eldgamlan fjällräven sem fer alveg að slitna í sundur og þarf því sárlega að finna nýjann til að fylla skarðið. 
lítum á það sem til er!


þessi finnst mér samt fallegri drapplitaður, ég get bara ekki sýnt ykkur hann. urban outfitters bannar mér það!



mætti vera nokkrum tónum minna bleikur... en jæja.





ég væri nú SVOLÍTIÐ fín með marc jacobs á bakinu. bara smá!

það er til ógrynnin öll af fínum pokum og ég gæti endalaust sett inn myndir, en ég ætla ekki að gera það. það yrði bara leiðigjarnt. þið fenguð allavega smjörþefinn af því sem ég hef séð og skoðað... vandamálið er að ég veit ekki hver selur helminginn af þessum pokum, ég man ekkert hvar ég fann þá!
jæja - best að byrja þá bara upp á nýtt.

3 comments:

  1. ég held að félagar matarklúbbsins Einar ættu allir að fjárfesta í svona fínum marc jacobs töskum! sammó?

    ReplyDelete
  2. JÁ! sammála! í staðin fyrir svuntur?

    ReplyDelete
  3. alveg er ég sammála þér með bakpokana-skemmtilegt 90's trend sem er að gera comeback. og hversu fallgur er hann Marc vinur okkar? eða pokinn frá honum!
    kv
    Adda Soffía

    ReplyDelete