en jæja, aftur að símakaupum. til þess að sannfæra sjálfan mig um að ég þurfi á nýjum og stórdýrum síma að halda hef ég meðal annars notað eftirfarandi ástæður:
a) ég tek að mér aukavaktir og fæ þar með aukapening. stór plús.
b) aldrei hef ég eytt pening í litun og plokkun (já! það er alveg gild ástæða og já hugsanlega þyrfti ég samt að láta einhvern annan en mig plokka augabrúnirnar á mér...)
c) ég eignaðist fyrstu fartölvuna fyrir 3 árum.
d) þeir farsímar sem ég hef átt í gegn um tíðina (5 talsins og þar af einn sem ég átti með mömmu) hafa samtals kostað undir 40 þúsundum. sver fyrir það!
svona gæti ég talið aðeins áfram, en þetta eru stærstu atriðin sem ég hef kosið að notast við. eftir þessa miklu réttlætingu og upptalningu fyrir sjálfri mér tók við annað vandamál - val á síma! (og reyndar kaup. einhver á leiðinni til bandaríkjanna? plís prittí plís?)
nú hef ég útilokað alla nema tvo, samsung galaxy s2 eða iphone 4s. ég hallast meira að öðrum þeirra en langar að fá almannaálit - hvor er betri krakkar!? er mikill munur, ég kann ekki svona tæknimál... hvor ætli endist betur? er maður að borga 40 þúsund auka fyrir bara merkið hjá iphone? DILEMMA!
svo held ég að það sé óþarfi að taka fram að mitt tryllitæki er til sölu. tek við öllum tilboðum en læt hann ekki á minna en 60 þúsund! algjört lágmark. það er smá rispa á skjánum og bakhliðin er límd á. svo slekkur hann reyndar stundum á sér upp úr þurru og tekur ekkert endilega við öllum skilaboðum - sérstaklega ekki myndaskilaboðum. annars er hann bara í mjög góðu ástandi og eins og sjá má á myndinni þá er þetta slide sími, en það er fítus sem hvorki iphone né samsung hafa. hann þolir líka högg mjög vel, það veit ég af reynslu. endilega hafiði samband.
Það er svipað með þig í símamálum og mig, hef átt 4 og fyrsta átti ég með pabba (afa þínum hehe ) En fyrir 4 vikum fékk ég snjallsíma sem ég átti aldrei von á og ég var alveg í góðan tíma að læra á þetta dót og var oft komin að því að henda honum og taka bara gamla nokia símann minn aftur þar sem hann var ekki svo lélegur. En ég þrjóskaðist við og í dag er ég bara ánægð með gripinn en ég er með Samsung galaxy Y og hann er að gera allt fyrir peninginn ;) en til USA er ég ekki að fara til að kaupa handa þér síma ljúfust og veit ekki um neinn en vonandi finnur þú einhvern sem getur reddað þér ;) en mæli alveg með Samsung ;)
ReplyDeleteLuv frænka
Ég er nýbúin að eignast Iphone 4s og ég elska hann! Út af lífinu!! Mæli með honum, hann er náttúrulega miklu dýrari en Galaxy en líka bara miklu meira töff! Eða það eru mín rök and I'm sticking to it! En án djóks þá fer þetta aðeins eftir því hverju þú ert vön, ég á Ipad og því lá beint við að kaupa Iphone, ég kann á hann nú þegar af því að þetta er alveg eins og Ipadinn. Svo get ég látið þetta dót tala saman og ég veit ekki hvað og hvað! En alla vega, Iphone fær mitt atkvæði ;) Mér skilst líka að bilanatíðni sé alveg í lágmarki á þessum símum sem er plús.
ReplyDeleteKv. Dagmar
tja, við erum nú búnar að taka smá af þessari umræðu.
ReplyDeletemín rök eru þau að fólk sem ég þekki sem á samsung finnst hann stór og ekki eins "þróaður" í aðgerðum og útliti á öppum og fleira.
þú átt mac tölvu og ert vön henni (og elskar hana) þannig að þú kemur til með að líka betur við stýkikerfið á iphone auk þess sem dagmar segir - þetta syncar allt svo fínt saman, sem er æði!
veröldin er meir iphone-vædd en samsung og því er meira til fyrir iphone en samsung.
bilanatíðnin er minni en í samsung.
og að lokum þá er hann nettari, píulegri og fallegri en samsung.
án djóks, ég þarf alltaf báðar hendur á samsunginn hans jóhanns því að hann er svo klunnalegur. við viljum það ekki.
Ég á Samsung (Galaxy Ace, ekki SII - en mig langar geeðveikt í svoleiðis) og svo á ég iPad (sem er alveg eins og iPhone, skilst mér, bara stærri) ..mér finnst bæði apparÖtin frábær :) ..ég væri alveg til í að tala í iPadinn minn, ef út í það er farið! ..en ég er hjartanlega ósammála því að það séu ekki eins góð/þróuð öpp í Samsung eins og hjá Apple.. þú getur fengið nánast nákvæmlega sama dótið í báða símana - þó kannski ekki frá sama framleiðanda, mind you - en sömu virkni.. Það er ekkert nýtt undir sólinni, sjáðu til :)
ReplyDeleteEN - Ef þú átt mac-tölvu fyrir þá væri auðvitað laaang sniðugast fyrir þig að fá þér iPhone.. og þetta sync-ar allt svo vel saman, eins og áður hefur komið fram :)
kv,
Svanhildur
ég þakka kærleg fyrir svörin.
ReplyDeleteég held einmitt að ég fái mér iphone af því að ég á macbook. en ég er alls ekkert viss um að það sé eitthvað betri og þróaðri öpp í honum - þvert á móti. hann er kannski notendavænni en samsung hefur líka margt fram yfir hann. töluvert hraðari og léttari, myndavélin virðist betri og hann er ekki eins brothættur.
ég er búin að vera að skoða þá báða og lesa mér til og svona og þetta er ferlega erfið ákvörðu, þeir eru báðir svo fííínir! :)