Tuesday, June 26, 2012

bókagagnrýni.

mér finnst það hreinlega skylda mín að segja ykkur frá þessari bók. 
aftan á bókinni segir meðal annars að hún hafi farið sigurför um heiminn, hafi setið á metsölulista og hér sé um að ræða verðlaunaverk. auk þess stendur að þetta sé ein af þeim sögum sem að „ rauf múrinn milli spennusagna og fagurbókmennta“. 
þrátt fyrir heldur hátíðlega og dramatískar lýsingar fannst mér þetta virka eins og áhugaverð lesning sem ég ætti ekki að láta framhjá mér fara. þegar ég mætti svo með skrudduna í vinnuna fékk ég enn meiri áhuga á henni, þar sem að starfsfólkið tók andköf og fékk gæsahúð þegar það sá kápuna. allar voru kerlurnar sammála um að þetta væri yndisleg bók sem ég myndi aldrei gleyma. 
hún er ekkert sérstaklega löng, tæplega 200 þéttskrifaðar blaðsíður og ég gerði því ekki ráð fyrir því að vera lengur en 3 daga með hana. þar hafði ég rangt fyrir mér! lesturinn tók um viku (og hluti hennar innihélt næturvaktir!)

ég hef alltaf verið þannig að ef ég byrja á bók þá finnst mér ég verða að klára hana. það á líka við í þessu dæmi. kannski frekar óheppilegt þar sem að þetta er leiðinlegasta bók sem ég hef á ævinni lesið. (fyrir kannski utan veronika ákveður að deyja en af nafninu að dæma hefði ég kannski getað sagt mér það sjálf). ilmurinn fjallar í stuttu máli um mann með ofurnæmt lyktarskyn sem að býr til ilmvatn úr stúlkum sem hann drepur og sjálfur er nágunginn laus við alla líkamslykt. reyndar fer hann í nokkur ár til fjalla og gerir ekkert nema kúka úti í móa og drekka úr lækjum. þá var hann víst með mjög langar neglur líka. hún er ekki illa skrifuð, þvert á móti með yfirnáttúrulegar lýsingar á öllu mögulegu en allt annað fannst mér hörmung. það gerist ekki neitt í þessari bók, hún er mjög skrýtin og endar eiginlega ekki á neinu. ég beið alltaf eftir að eitthvað myndi ské, en sá þegar ég var hálfnuð með bókina að þetta var ekki ein af þessum sem er lengi í gang. hún fór bara aldrei í gang, heldur var bara ógeðslega skrýtin og leiðinleg (að mér fannst) frá upphafi til enda. oj!
ef ég fæ gæsahúð í framtíðinni við það eitt að sjá þessa bók þá vitiði af hverju það er... hryllingsgæsahúð!

nú verð ég samt að sjá myndina. ætli hún sé jafn ógeðslega döll og furðuleg?

5 comments:

  1. Mér finnst myndin góð! Ég reyndar mann einna mest eftir leikmyndinni, fötunum og stíliseringunni, sem er æði. En svo fullnægði hún snyrtivöruáhuganördinu með öllum ilmblöndunum. Ég er búin að vera á leiðinni að horfa á hana í vetur eftir að ég var að læra um ilmkjarnaolíur og eymingu og það. Viltu leyfa mér að vera memm að horfa???

    ReplyDelete
  2. Mér fannst bókin lala en myndin ógeð og ég tæki ekki í mál að horfa á hana aftur.

    ReplyDelete
  3. hef ekki lesið bókina en get sagt að ég fann ekki fyrir minnsta áhuga á því að lesa hana eftir að hafa séð myndina...skildi ekki þessar svakalegu lýsingar á frábærleika þessarar sögu.
    VSB

    ReplyDelete
  4. Hahaha vá hvað við erum með ólíkan smekk, þessar tvær bækur eru eiginlega mínar allra uppáhalds :) Gaman að því ;)

    -LV

    ReplyDelete
  5. ok smá sammari yfir að hafa lánað þér hana... hehö

    ReplyDelete